Toyota innkallar 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:17 Ekki alvarleg bilun en stór innköllun engu að síður hjá Toyota. performance edrive.com Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent