Toyota kynnir C-HR í Genf Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 09:21 Toyota C-HR er djarflega teiknaður bíll. Autoblog Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og mun Toyota sýna þann bíl í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf, sem hefst í mars á næsta ári. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Sala á bílnum mun hefjast næsta vor. Magnaðar línur í kubbslegum og flottum jepplingi. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent
Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og mun Toyota sýna þann bíl í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf, sem hefst í mars á næsta ári. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Sala á bílnum mun hefjast næsta vor. Magnaðar línur í kubbslegum og flottum jepplingi.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent