Ræða að flytja hundruð þúsunda flóttamanna frá Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 19:40 Flóttamenn stefna á Ermarsundsgöngin sem liggja á milli Frakklands og Englands. VISIR/AFP Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times. Eritrea Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Hunduð þúsunda flóttamanna í Evrópu verða sendir til síns heima á næstu vikum. Þetta kemur fram í leynilegum gögnum sem innanríkisráðherra Evrópusambandsríkja munu ræða í Brussel á morgun en breska tímaritið The Times hefur þau undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að yfirvöld í Brussel hóti að afturkalla aðstoð, viðskiptasamninga og vegabréfsáritanir ef lönd eins og Níger og Erítrea neita að taka aftur við flóttamönnum úr sínum röðum. Tillögurnar fela einnig í sér að Evrópusambandsríki, sem mörg hver hafa heft för þúsunda flóttamanna, grípi til aðgerða til að sporna við því að þeir flýi meðan þeir bíða þess að verða sendir úr landi. Talið er að líklegt að rúmlega 400 þúsund flóttamenn sem komið hafa til ríkja Evrópusambandsins í ár muni verða neitað um landvistarleyfi. Í uppkastinu sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræða á morgun er skýrt kveðið á um að ríki ESB verði að senda fleiri flóttamenn til síns heima. „Fleiri frávísanir munu fyrirbyggja fleiri hælisumsóknir,“ eins og það er orðað. Þeir sem flýja stríðsástand í löndum á borð við Sýrland, Afganistan og Líbýu eru meðal þeirra sem sendir verða heim verði þeim neitað um landvistarleyfi. Þessi drög sem liggja fyrir leiðtogum ESB marka ákveðin tímamót að mati The Times enda hafa leiðtogarnir löngum verið klofnir í afstöðu sinni til flóttamannastraumsins. Flóttamannastraums sem Evrópa hefur ekki þurft að kljást við síðan í Síðari heimsstyrjöld.Hvetja til stofnunar nýrrar brottvísunardeildar Í drögunum kemur fram að ný deild verði stofnuð innan Landamærastofnunar Evrópu, Frontex, sem mun koma til með sjá um að aðstoða ríki ESB við að senda fólk til síns heima. Þar kemur einnig fram að þau ríki sem fari ekki að þessum skilmálum geti átt von á sektum frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Aðildarríki verða kerfisbundið að synja fólki um hæli, taka nauðsynleg skref til að framfylgja þessum synjunum, leggja til nauðsynleg aðföng svo að hægt sé að bera kennsl á og senda hælisleitendur aftur til síns heima,“ eins og það er orðað. Í drögunum frá Brussel segir einnig: „Þrátt fyrir að aðildarríkin beri í meginatriðum ábyrgð á því að senda fólk úr landi þá mun stofnun deildarinnar innan Frontex auðvelda framkvæmd, skipulagningu og fjármögnun slíkra flutninga.“ Drögin gera einnig ráð fyrir því að aðildarríki ESB grípi til aðgerða svo að sporna megi við því að hælisleitendur flýi áður en þeim er vísað úr landi. „Grípa verður til allra úrræða til að tryggja að árangursríkar brottvísanir, þar með talið notkun farbanns.“ Frekari umfjöllun um plaggið má nálgast á vef the Times.
Eritrea Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira