Rafmagnsbílar Detroit Electric rúlla af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 10:03 SP:01 bíllinn er framleiddur í Bretlandi. automobilemag Nú hefur nýr rafmagnsbílaframleiðandi hafið fjöldaframleiðslu og fyrstu bílarnir rúlla af færiböndunum. Fyrirtækið heitir Detroit Electric og þrátt fyrir margar hindranir á vegi þess og tíða frestun á framleiðslu er þar nú framleiddur sportbíllinn SP:01 af miklum móð. Þrátt fyrir að þessi bílaframleiðandi heiti Detroit Electric fer framleiðsla þess fram í Bretlandi og í fyrstu stendur ekki til að bjóða bíla þess í Bandaríkjunum, enda eru Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir fyrir rafmagnsbílum nú á tímum lágs eldsneytisverðs. Bílar þess verða í fyrstu aðeins seldir í Evrópu og í Kína. SP:01 bíllinn er byggður uppúr Lotus Elise bílnum og rafmagnsdrifkerfi bílsins er fenginn frá Toyota. Þar sem bíllinn er mjög léttur, eða 1.090 kíló, og rafmótorar hans öflugir er þessi bíll fær um að ná 100 km hraða á 3,7 sekúndum og nær hann 250 km hraða. Bíllinn er aðeins með sæti fyrir tvo. Drægni hans er 290 kílómetrar og afl rafmótoranna er 281 hestafl. Það tekur 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöður bílsins. Söluverð bílsins er um 12,5 milljónir. Detroit Electric stefnir í kjölfarið á framleiðslu fjögurra sæta stærri bíls og á hann að vera framleiddur í Detroit í Bandaríkjunum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Nú hefur nýr rafmagnsbílaframleiðandi hafið fjöldaframleiðslu og fyrstu bílarnir rúlla af færiböndunum. Fyrirtækið heitir Detroit Electric og þrátt fyrir margar hindranir á vegi þess og tíða frestun á framleiðslu er þar nú framleiddur sportbíllinn SP:01 af miklum móð. Þrátt fyrir að þessi bílaframleiðandi heiti Detroit Electric fer framleiðsla þess fram í Bretlandi og í fyrstu stendur ekki til að bjóða bíla þess í Bandaríkjunum, enda eru Bandaríkjamenn ekki mjög ginkeyptir fyrir rafmagnsbílum nú á tímum lágs eldsneytisverðs. Bílar þess verða í fyrstu aðeins seldir í Evrópu og í Kína. SP:01 bíllinn er byggður uppúr Lotus Elise bílnum og rafmagnsdrifkerfi bílsins er fenginn frá Toyota. Þar sem bíllinn er mjög léttur, eða 1.090 kíló, og rafmótorar hans öflugir er þessi bíll fær um að ná 100 km hraða á 3,7 sekúndum og nær hann 250 km hraða. Bíllinn er aðeins með sæti fyrir tvo. Drægni hans er 290 kílómetrar og afl rafmótoranna er 281 hestafl. Það tekur 4 klukkutíma að fullhlaða rafhlöður bílsins. Söluverð bílsins er um 12,5 milljónir. Detroit Electric stefnir í kjölfarið á framleiðslu fjögurra sæta stærri bíls og á hann að vera framleiddur í Detroit í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent