Engir Takata loftpúðar hjá Toyota, Mazda og Honda Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 16:05 Takata loftpúðaframleiðandinn á nú í miklum vanda. Japanski loftpúðaframleiðandinn Takata á í miklum vanda eftir að upp komst um gallaða loftpúða frá fyrirtækinu í mjög mörgum bílgerðum. Honda hafði fyrir nokkru sagt að Takata loftpúðar verði ekki lengur í bílum fyrirtækisins og nú hafa Toyota og Mazda bæst í þann hóp. Subaru og Mitsubishi eru einnig að íhuga að segja skilið við fyrirtækið. Það er notkun brennisteinsnítrata í loftpúðum Takata sem veldur því að bílafyrirtækin vilja ekki hafa loftpúða frá Takata í bílum sínum en loftpúðarnir springa upp með aðstoð brennisteinsnítrata, sem einnig eru notuð í sprengjur og áburð. Forstjóri Toyota, Akio Toyoda, sagði að öryggi eigenda Toyota bíla væri mikilvægast og því færu loftpúðar með brtennisteinsnítrötum ekki í nýja bíla fyrirtækisins. Við þessar fréttir frá Toyota, Mazda og Honda hafa hlutabréf í Takata fallið um 39% á þremur dögum. Margir hafa spáð því að dagar Takata séu taldir og að fyrirtækið muni aldrei lifa þær hremmingar af sem það glímir við allt frá því að það uppgötvaðist að fjöldamörg dauðaslys urðu vegna loftpúða frá Takata. Innköllun á bílum með Takata loftpúðum nær yfir á fjórða tug milljóna bíla og hefur kostað bílaframleiðendur háar upphæðir. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Japanski loftpúðaframleiðandinn Takata á í miklum vanda eftir að upp komst um gallaða loftpúða frá fyrirtækinu í mjög mörgum bílgerðum. Honda hafði fyrir nokkru sagt að Takata loftpúðar verði ekki lengur í bílum fyrirtækisins og nú hafa Toyota og Mazda bæst í þann hóp. Subaru og Mitsubishi eru einnig að íhuga að segja skilið við fyrirtækið. Það er notkun brennisteinsnítrata í loftpúðum Takata sem veldur því að bílafyrirtækin vilja ekki hafa loftpúða frá Takata í bílum sínum en loftpúðarnir springa upp með aðstoð brennisteinsnítrata, sem einnig eru notuð í sprengjur og áburð. Forstjóri Toyota, Akio Toyoda, sagði að öryggi eigenda Toyota bíla væri mikilvægast og því færu loftpúðar með brtennisteinsnítrötum ekki í nýja bíla fyrirtækisins. Við þessar fréttir frá Toyota, Mazda og Honda hafa hlutabréf í Takata fallið um 39% á þremur dögum. Margir hafa spáð því að dagar Takata séu taldir og að fyrirtækið muni aldrei lifa þær hremmingar af sem það glímir við allt frá því að það uppgötvaðist að fjöldamörg dauðaslys urðu vegna loftpúða frá Takata. Innköllun á bílum með Takata loftpúðum nær yfir á fjórða tug milljóna bíla og hefur kostað bílaframleiðendur háar upphæðir.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent