Stálu og kveiktu í 330 milljóna Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 11:40 Ferrari Daytona bíllinn sem kveikt var í. Jalopnik Ferrari Daytona bíl af árgerð 1972 var stolið af verkstæði í Ástralíu í síðustu viku og þjófarnir kveiktu svo í dýrgripnum af einhverjum ástæðum. Það sem gerir þennan voðaverknað enn grátlegri er að bíllinn hafði verið gerður gersamlega upp fáeinum vikum áður og var eins og nýr. Þessi bíll var metinn á 2,5 milljónir dollara, eða um 330 milljónir króna og tjónið því gríðarlegt. Þjófnaðurinn átti sér stað í Melbourne og er bíllinn nú gerónýtur. Þjófar bílsins hafa ekki ennþá fundist en lögreglan í Melbourne leitar þeirra. Þessi tiltekni Ferrari bíll hefur verið í eigu margra frægra einstaklinga, meðal annars formúluökumanninum James Hunt, Roger Waters meðlims Pink Floyd og Dodi Fayed, fyrrum ástmanns Diönu prinsessu.Svona var bíllinn útleikinn eftir brunann. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Ferrari Daytona bíl af árgerð 1972 var stolið af verkstæði í Ástralíu í síðustu viku og þjófarnir kveiktu svo í dýrgripnum af einhverjum ástæðum. Það sem gerir þennan voðaverknað enn grátlegri er að bíllinn hafði verið gerður gersamlega upp fáeinum vikum áður og var eins og nýr. Þessi bíll var metinn á 2,5 milljónir dollara, eða um 330 milljónir króna og tjónið því gríðarlegt. Þjófnaðurinn átti sér stað í Melbourne og er bíllinn nú gerónýtur. Þjófar bílsins hafa ekki ennþá fundist en lögreglan í Melbourne leitar þeirra. Þessi tiltekni Ferrari bíll hefur verið í eigu margra frægra einstaklinga, meðal annars formúluökumanninum James Hunt, Roger Waters meðlims Pink Floyd og Dodi Fayed, fyrrum ástmanns Diönu prinsessu.Svona var bíllinn útleikinn eftir brunann.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent