Topplaus Evoque Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2015 09:54 Land Rover mun kynna Range Rover Evoque með blæju á bílasýningunni í Los Angeles, en hún hefst í næstu viku. Range Rover Evoque kom fyrst á markað árið 2011, en nú í fyrsta sinn verður hann í boði topplaus. Það er ekki tilviljun að Land Rover kynnir bílinn í Los Angeles því vafalaust mun þessi topplausi Evoque seljast best í Bandaríkjunum. Blæjan á honum er rafdrifin og fellur niður á aðeins 18 sekúndum og fer upp á 21 sekúndu. Hún leggst niður í Z-formi, líkt og blæjan á Porsche 911 Cabriolet. Eins og venjan er með topplausa bíla er miklu af farangursrými fórnað þar sem blæjan er plássfrek þegar hún er niðri. Það á auðvitað við um þennan bíl líka og minnkar plássið um ríflega helming miðað við hefðbundinn Evoque. Aðeins er pláss fyrir fjóra farþega í bílnum. Vélin í Evoque er 2,0 lítra og fjögurra strokka 240 hestafla bensínvél og við hana er tengd 9 gíra sjálfskipting. Þannig er bíllinn helst í boði vestanhafs, en aðrir vélarkostir bjóðast kaupendum í Evrópu. Sala á topplausum Evoque mun hefjast um miðbik næsta árs. Kostar hann 51.470 dollara í Bandaríkjunum, eða um 6,7 milljónir króna. Range Rover Evoque án blæju kostar 42.470 dollara, eða 5,6 milljónir króna. Hann kostar hinsvegar 10,6 milljónir á Íslandi, en einnig má fá Evoque með 150 hestafla dísilvél hér á 8,0 milljónir króna.Með blæjuna uppi. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Land Rover mun kynna Range Rover Evoque með blæju á bílasýningunni í Los Angeles, en hún hefst í næstu viku. Range Rover Evoque kom fyrst á markað árið 2011, en nú í fyrsta sinn verður hann í boði topplaus. Það er ekki tilviljun að Land Rover kynnir bílinn í Los Angeles því vafalaust mun þessi topplausi Evoque seljast best í Bandaríkjunum. Blæjan á honum er rafdrifin og fellur niður á aðeins 18 sekúndum og fer upp á 21 sekúndu. Hún leggst niður í Z-formi, líkt og blæjan á Porsche 911 Cabriolet. Eins og venjan er með topplausa bíla er miklu af farangursrými fórnað þar sem blæjan er plássfrek þegar hún er niðri. Það á auðvitað við um þennan bíl líka og minnkar plássið um ríflega helming miðað við hefðbundinn Evoque. Aðeins er pláss fyrir fjóra farþega í bílnum. Vélin í Evoque er 2,0 lítra og fjögurra strokka 240 hestafla bensínvél og við hana er tengd 9 gíra sjálfskipting. Þannig er bíllinn helst í boði vestanhafs, en aðrir vélarkostir bjóðast kaupendum í Evrópu. Sala á topplausum Evoque mun hefjast um miðbik næsta árs. Kostar hann 51.470 dollara í Bandaríkjunum, eða um 6,7 milljónir króna. Range Rover Evoque án blæju kostar 42.470 dollara, eða 5,6 milljónir króna. Hann kostar hinsvegar 10,6 milljónir á Íslandi, en einnig má fá Evoque með 150 hestafla dísilvél hér á 8,0 milljónir króna.Með blæjuna uppi.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent