BMW i3 rafmagnsbíllinn mikið notaður af lögreglu og slökkviliðum Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2015 15:12 BMW i3 lögreglubíll. Autonews Af öllum þeim bílum sem BMW framleiðir er i3 rafmagnsbíllinn einna ólíklegastur til að vera notaður af lögreglu og slökkviliðum, en staðreyndin er samt sú að þessi bíll er afar vinsæll á meðal þeirra. Slíkir bílar eru notaðir af slíkum aðilum í Mílanó, London, Los Angeles og borgun Þýskalands. Svo er einn slíkur notaður sem peningaflutningabíll í Varsjá í Póllandi. Ýmsar gerðir BMW bíla hafa verið mjög vinsælir hjá lögreglu víða um heim, þó mest í heimalandinu Þýskalandi og hver man ekki eftir Derrick akandi um götur München á BMW lögreglubíl. BMW hefur nefnilega sérhæft sig í að útvega lögregluliðum sérhannaða bíla sem henta vel til starfans og þeirra bílar eru afar vel búnir til þess. Þessu starfi hefur BMW haldið áfram með svo ólíklegan bíl sem i3 rafmagnsbílinn og þar sem borgarstjórnir víða um heim kjósa að vera umhverfisvæn og sýna gott fordæmi í umhverfismálum þá er i3 góður kostur til þess, svo fremi sem langdrægni sé ekki aðalatriðið í rekstri þeirra. BMW i3 sem slökkviliðsbíll. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Af öllum þeim bílum sem BMW framleiðir er i3 rafmagnsbíllinn einna ólíklegastur til að vera notaður af lögreglu og slökkviliðum, en staðreyndin er samt sú að þessi bíll er afar vinsæll á meðal þeirra. Slíkir bílar eru notaðir af slíkum aðilum í Mílanó, London, Los Angeles og borgun Þýskalands. Svo er einn slíkur notaður sem peningaflutningabíll í Varsjá í Póllandi. Ýmsar gerðir BMW bíla hafa verið mjög vinsælir hjá lögreglu víða um heim, þó mest í heimalandinu Þýskalandi og hver man ekki eftir Derrick akandi um götur München á BMW lögreglubíl. BMW hefur nefnilega sérhæft sig í að útvega lögregluliðum sérhannaða bíla sem henta vel til starfans og þeirra bílar eru afar vel búnir til þess. Þessu starfi hefur BMW haldið áfram með svo ólíklegan bíl sem i3 rafmagnsbílinn og þar sem borgarstjórnir víða um heim kjósa að vera umhverfisvæn og sýna gott fordæmi í umhverfismálum þá er i3 góður kostur til þess, svo fremi sem langdrægni sé ekki aðalatriðið í rekstri þeirra. BMW i3 sem slökkviliðsbíll.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent