Hallar mikið á konur með viðskiptafræðimenntun Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Meðaltal heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga er 860 þúsund krónur og hefur hækkað um 8,4 prósent frá árinu 2013. Staðalfrávik er þó 390 þúsund krónur. Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga er 777 þúsund, Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem kemur út í dag. Könnunin er byggð á launum félagsmanna í febrúar, gild svör voru samtals 904. Ekki voru tekin svör frá félagsmönnum sem starfa erlendis. Samkvæmt könnuninni hafa laun hækkað meðal allra hópa eftir menntun og starfsaldri samanborið við árið 2013. Mesta hækkunin er meðal þeirra sem eru með 0-2 ára starfsreynslu en hún nemur 20 prósentum. Launahækkun frá 2013 var 8-11 prósent fyrir þá sem lokið hafa BS/BA-, masters- og cand. oecon-prófi, en tvö prósent hjá MBA og fjögur prósent hjá þeim sem hafa lokið doktorsprófi. Heildarlaun hækka með aukinni menntun, undantekningin er að þeir sem eru með mastersgráðu voru með lægri laun en þeir sem hafa cand. oecon-gráðu. Skýringin liggur m.a. í því að cand. oecon-hópurinn er eldri og með hærri starfsaldur en hópurinn með masterspróf. Töluverður munur er á launum kynjanna og hallar mikið á konur. Innan hópa þar sem a.m.k. fimm einstaklingar voru í hverjum hópi kemur í ljós að laun karla eru hærri í 13 tilfellum og laun kvenna eru hærri í þremur tilvikum. Sú þróun virðist eiga sér stað að meðal þeirra sem lokið hafa BS/BA- og mastersnámi er launamunurinn mikill þegar starfsaldur er lægstur en minnkar svo með auknum starfsaldri en virðist svo aukast á ný þegar líður á starfsaldurinn. Launamunur kynjanna með BS/BA-gráðu nemur 18 prósentum eftir 10 ára starfsreynslu og 31,1 prósenti hjá þeim sem eru með mastersgráðu eftir 6-10 ára starfsreynslu. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem hefur gefið það út að launamunur kynjanna aukist með aldri, oft vegna áhrifa barneigna á starfsframa kvenna. Svo virðist sem konur geti hins vegar í sumum tilfellum endurheimt hærri laun eftir að barnauppeldinu lýkur. Samkvæmt kjarakönnuninni eru konur, sem eru með cand. oecon-gráðu og 30 ára eða meiri starfsreynslu, með hærri laun en karlar með sömu menntun og reynslu. Lítið úrtak gæti hins vegar skýrt þetta. MBA-nám virðist skila konum hæstu laununum, konur með MBA-nám og 3-5 ára eða 11-20 ára starfsaldur eru með hærri laun en karlar með sambærilega menntun. Konur með MBA-nám og 3-5 ára starfsreynslu eru með 40% hærri laun en karlar. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Meðaltal heildarlauna viðskipta- og hagfræðinga er 860 þúsund krónur og hefur hækkað um 8,4 prósent frá árinu 2013. Staðalfrávik er þó 390 þúsund krónur. Miðgildi heildarlauna meðal viðskipta- og hagfræðinga er 777 þúsund, Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem kemur út í dag. Könnunin er byggð á launum félagsmanna í febrúar, gild svör voru samtals 904. Ekki voru tekin svör frá félagsmönnum sem starfa erlendis. Samkvæmt könnuninni hafa laun hækkað meðal allra hópa eftir menntun og starfsaldri samanborið við árið 2013. Mesta hækkunin er meðal þeirra sem eru með 0-2 ára starfsreynslu en hún nemur 20 prósentum. Launahækkun frá 2013 var 8-11 prósent fyrir þá sem lokið hafa BS/BA-, masters- og cand. oecon-prófi, en tvö prósent hjá MBA og fjögur prósent hjá þeim sem hafa lokið doktorsprófi. Heildarlaun hækka með aukinni menntun, undantekningin er að þeir sem eru með mastersgráðu voru með lægri laun en þeir sem hafa cand. oecon-gráðu. Skýringin liggur m.a. í því að cand. oecon-hópurinn er eldri og með hærri starfsaldur en hópurinn með masterspróf. Töluverður munur er á launum kynjanna og hallar mikið á konur. Innan hópa þar sem a.m.k. fimm einstaklingar voru í hverjum hópi kemur í ljós að laun karla eru hærri í 13 tilfellum og laun kvenna eru hærri í þremur tilvikum. Sú þróun virðist eiga sér stað að meðal þeirra sem lokið hafa BS/BA- og mastersnámi er launamunurinn mikill þegar starfsaldur er lægstur en minnkar svo með auknum starfsaldri en virðist svo aukast á ný þegar líður á starfsaldurinn. Launamunur kynjanna með BS/BA-gráðu nemur 18 prósentum eftir 10 ára starfsreynslu og 31,1 prósenti hjá þeim sem eru með mastersgráðu eftir 6-10 ára starfsreynslu. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem hefur gefið það út að launamunur kynjanna aukist með aldri, oft vegna áhrifa barneigna á starfsframa kvenna. Svo virðist sem konur geti hins vegar í sumum tilfellum endurheimt hærri laun eftir að barnauppeldinu lýkur. Samkvæmt kjarakönnuninni eru konur, sem eru með cand. oecon-gráðu og 30 ára eða meiri starfsreynslu, með hærri laun en karlar með sömu menntun og reynslu. Lítið úrtak gæti hins vegar skýrt þetta. MBA-nám virðist skila konum hæstu laununum, konur með MBA-nám og 3-5 ára eða 11-20 ára starfsaldur eru með hærri laun en karlar með sambærilega menntun. Konur með MBA-nám og 3-5 ára starfsreynslu eru með 40% hærri laun en karlar.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira