Fiat pallbíll fyrir Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Fiat Toro. Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir einstök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat samstæðunni eraldrei að vita nema mikil breyting verði þar á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur 5 í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn er 3 útfærslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, 5 tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir einstök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat samstæðunni eraldrei að vita nema mikil breyting verði þar á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur 5 í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn er 3 útfærslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, 5 tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent