Fiat pallbíll fyrir Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Fiat Toro. Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir einstök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat samstæðunni eraldrei að vita nema mikil breyting verði þar á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur 5 í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn er 3 útfærslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, 5 tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir einstök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat samstæðunni eraldrei að vita nema mikil breyting verði þar á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur 5 í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn er 3 útfærslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, 5 tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent