Mikið reykt og drukkið í íslenskum bíómyndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:13 Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson fá sér smók í kvikmyndinni Reykjavík Rotterdam. Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er. Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Ný alþjóðleg rannsókn þar sem kannað var hversu algengar reykingar eru í kvikmyndum leiðir í ljós að mest er reykt í íslenskum myndum. Rannsóknin tók til mynda sem frumsýndar voru á árunum 2004 til 2009 í sex Evrópulöndum, Bandaríkjunum og tveimur löndum Rómönsku Ameríku. Í 94 prósent tilfella var reykt í íslenskum bíómyndum sem frumsýndar voru á tímabilinu en þar á meðal eru Kaldaljós (2004), Mýrin (2006), Foreldrar (2007), Reykjavík Rotterdam (2008) og Bjarnfreðarson (2009). Minnst var reykt í hollenskum myndum eða í 58 prósent tilfella.Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að meira er reykt í kvikmyndum sem framleiddar eru utan Bandaríkjanna og telja rannsakendur að það megi rekja til þess að óbeinar tóbaksauglýsingar hafi verið bannaðar þar síðan árið 1997. Er lagt til að þau lönd sem ekki hafi bannað slíkt geri það með það að útrýma reykingum í kvikmyndum, en auglýsingar af þessu tagi eru til að mynda ekki bannaðar á Íslandi.Rannsóknin tók einnig til hversu mikið áfengi er drukkið í kvikmyndum og sýna niðurstöðurnar að mun meira er drukkið heldur en reykt. Þá var ekki jafnmikill munur á niðurstöðunum á milli landa en áfengi var haft um hönd í 94 prósentum íslenskra bíómynda. Þá er vakin athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar að ekki virðist skipta máli hvort að myndirnar séu leyfðar fyrir alla aldurshópa eða bannaðar börnum; það er reykt og drukkið hvort sem er.
Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira