Hyundai Tucson tilnefndur sem "bestu bílakaupin í Evrópu“ Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 14:45 Hyundai Tucson. Hyundai Nýi sportjeppinn Hyundai Tucson var nýlega valinn í undanúrslit þar sem keppt verður um titilverðlaun AUTOBEST 2016. Það var dómnefnd 26 bílablaðamanna í Evrópu sem valdi Tucson til að keppa um titilinn „bestu bílakaupin í Evrópu 2016“ og er tilnefningin enn ein skrautfjöðurin í hatt Hyundai fyrir vel heppnaða hönnun sem móttökur á öllum helstu mörkunum bera vitni um. Tucson er flaggskip sportjeppa í Evrópulínu Hyundai sem einkennist af svipmikilli hönnun, sumir segja ábúðarfullu svipmóti, þar sem mikið rými, tækninýjungar, munaður og snjallar lausnir fara saman ásamt góðu og samkeppnishæfu verði. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá Evrópukynningu Tucson, sem fram fór í september, er sportjeppinn nú þegar orðinn einn mest seldi bíll Hyundai á meginlandinu. Meira en 61 þúsund bílar hafa verið pantaðir og hefur enginn bíll frá Hyundai hlotið viðlíka móttökur á jafn skömmum tíma og Tucson hefur afrekað. Hyundai Tucson var hannaður á teikniborði Hyundai í Evrópu þar sem hann er einnig framleiddur, nánar tiltekið í Tékklandi. Autobest-samtökin hafa nýlega útvíkkað starfsemi sína. Sem dæmi um það er núverandi dómnefnd sett saman með þeim hætti að hún endurspegli sem best dreifingu fólksfjölda í Evrópu. Þannig koma nú hinir 26 dómarar sem sitja í valnefndinni frá löndum þar sem 91% íbúa Evrópu býr. Endanlegt val á bestu bílakaupunum 2016 í Evrópu verður kunngert 15. desember eftir ítarlegar og strangar prófanir á reynsluakstursbrautinni Navak, skammt utan Belgrad í Serbíu. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Nýi sportjeppinn Hyundai Tucson var nýlega valinn í undanúrslit þar sem keppt verður um titilverðlaun AUTOBEST 2016. Það var dómnefnd 26 bílablaðamanna í Evrópu sem valdi Tucson til að keppa um titilinn „bestu bílakaupin í Evrópu 2016“ og er tilnefningin enn ein skrautfjöðurin í hatt Hyundai fyrir vel heppnaða hönnun sem móttökur á öllum helstu mörkunum bera vitni um. Tucson er flaggskip sportjeppa í Evrópulínu Hyundai sem einkennist af svipmikilli hönnun, sumir segja ábúðarfullu svipmóti, þar sem mikið rými, tækninýjungar, munaður og snjallar lausnir fara saman ásamt góðu og samkeppnishæfu verði. Á þeim skamma tíma sem liðinn er frá Evrópukynningu Tucson, sem fram fór í september, er sportjeppinn nú þegar orðinn einn mest seldi bíll Hyundai á meginlandinu. Meira en 61 þúsund bílar hafa verið pantaðir og hefur enginn bíll frá Hyundai hlotið viðlíka móttökur á jafn skömmum tíma og Tucson hefur afrekað. Hyundai Tucson var hannaður á teikniborði Hyundai í Evrópu þar sem hann er einnig framleiddur, nánar tiltekið í Tékklandi. Autobest-samtökin hafa nýlega útvíkkað starfsemi sína. Sem dæmi um það er núverandi dómnefnd sett saman með þeim hætti að hún endurspegli sem best dreifingu fólksfjölda í Evrópu. Þannig koma nú hinir 26 dómarar sem sitja í valnefndinni frá löndum þar sem 91% íbúa Evrópu býr. Endanlegt val á bestu bílakaupunum 2016 í Evrópu verður kunngert 15. desember eftir ítarlegar og strangar prófanir á reynsluakstursbrautinni Navak, skammt utan Belgrad í Serbíu.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent