Sjálfakandi framtíðarsýn Benz í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 10:45 Sannarlega framúrstefnulegur bíll. Autonews Mercedes Benz kynnti þennan strumpastrætó á bílasýningunni í Tókýó, sem hófst um miðja síðustu viku. Þarna fer straumlínulagaður afar tæknivæddur bíll sem farþegar hans þurfa ekki að aka, heldur fremur leika sér í öllum tæknibúnaðinum sem í bílnum er. Grill bílsins er upplýst og á að skipta litum eftir því sem hverskonar tónlist farþegar hansvelja sér. Ytra útlit bílsins er naumhyggjulegt og einfalt en afar straumlínulagað. Innanrýmið er hinsvegar afar þægilegt fyrir þá 5 farþega sem bíllinn tekur. Farþegarnir ganga inn um vængjahurð og setjast ekki í hefðbundin bílsæti heldur afar þægilega bekki sem líkjast frekar sófum. LED skjáir eru innan í hliðum bílsins til afþreyingar fyrir farþegana og sci-fi holographic afþreyingarkerfi er einnig í bílnum. Ef í einhverjum tilvikum þurfi einhver að aka bílnum sprettur fram stýri og bílstjórasæti úr einum sófanum. Drifrás bílsins samanstendur bæði af vetnisbrennadi mótor og rafmótorum með 980 km drægni og 190 km þess eingöngu á rafmagni. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Mercedes Benz kynnti þennan strumpastrætó á bílasýningunni í Tókýó, sem hófst um miðja síðustu viku. Þarna fer straumlínulagaður afar tæknivæddur bíll sem farþegar hans þurfa ekki að aka, heldur fremur leika sér í öllum tæknibúnaðinum sem í bílnum er. Grill bílsins er upplýst og á að skipta litum eftir því sem hverskonar tónlist farþegar hansvelja sér. Ytra útlit bílsins er naumhyggjulegt og einfalt en afar straumlínulagað. Innanrýmið er hinsvegar afar þægilegt fyrir þá 5 farþega sem bíllinn tekur. Farþegarnir ganga inn um vængjahurð og setjast ekki í hefðbundin bílsæti heldur afar þægilega bekki sem líkjast frekar sófum. LED skjáir eru innan í hliðum bílsins til afþreyingar fyrir farþegana og sci-fi holographic afþreyingarkerfi er einnig í bílnum. Ef í einhverjum tilvikum þurfi einhver að aka bílnum sprettur fram stýri og bílstjórasæti úr einum sófanum. Drifrás bílsins samanstendur bæði af vetnisbrennadi mótor og rafmótorum með 980 km drægni og 190 km þess eingöngu á rafmagni.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent