Ný Star Trek þáttaröð væntanleg í ársbyrjun 2017 Bjarki Ármannsson skrifar 2. nóvember 2015 19:16 Zachary Quinto (t.v.) og Chris Pine í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Star Trek árið 2009. Ný sjónvarpsþáttaröð úr heimi Star Trek mun hefja göngu sína í janúar árið 2017. Sjónvarpsstöðin CBS mun framleiða þáttaröðina og segir í tilkynningu frá stöðinni að nýjar persónur og nýir heimar verði þar kynnt til sögunnar. Fyrsta Star Trek þáttaröðin fagnar fimmtíu ára afmæli á næsta ári en síðan þeir Kirk kafteinn og Hr. Spock birtust fyrst á sjónvarpsskjám á sjöunda áratugnum hafa fimm þáttaraðir og tólf kvikmyndir verið gerðar úr efniviði vísindaskáldskaparbálksins og notið mikilla vinsælda. Alex Kurtzman, sem ásamt fleirum skrifaði og framleiddi síðustu tvær Star Trek kvikmyndirnar, verður aðalframleiðandi nýju þáttaraðarinnar. Þáttaröðin er sögð ótengd söguþræði kvikmyndarinnar Star Trek Beyond, sem er væntanleg sumarið 2016. Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ný sjónvarpsþáttaröð úr heimi Star Trek mun hefja göngu sína í janúar árið 2017. Sjónvarpsstöðin CBS mun framleiða þáttaröðina og segir í tilkynningu frá stöðinni að nýjar persónur og nýir heimar verði þar kynnt til sögunnar. Fyrsta Star Trek þáttaröðin fagnar fimmtíu ára afmæli á næsta ári en síðan þeir Kirk kafteinn og Hr. Spock birtust fyrst á sjónvarpsskjám á sjöunda áratugnum hafa fimm þáttaraðir og tólf kvikmyndir verið gerðar úr efniviði vísindaskáldskaparbálksins og notið mikilla vinsælda. Alex Kurtzman, sem ásamt fleirum skrifaði og framleiddi síðustu tvær Star Trek kvikmyndirnar, verður aðalframleiðandi nýju þáttaraðarinnar. Þáttaröðin er sögð ótengd söguþræði kvikmyndarinnar Star Trek Beyond, sem er væntanleg sumarið 2016.
Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira