Lykilstjórnendur leggja Bláa lóninu til hlutafé Ingvar Haraldsson skrifar 18. nóvember 2015 11:00 Helmingi stærra baðlón verður opnað í janúar. fréttablaðið/gva Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lykilstjórnendur Bláa lónsins standi að hlutafjáraukningunni. Kaupverðið sé trúnaðarmál en hafi byggst á verðmati frá óháðu verðbréfafyrirtæki. Grímur segir tilgang hlutafjáraukningarinnar vera að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða framkvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í. „Í ljósi þeirra skuldbindinga sem félagið er að gangast undir með þessum miklu framkvæmdum var ákveðið að styrkja eiginfjárstöðuna til að minnka áhættu félagsins af framkvæmdaóvissu og einhverjum áföllum sem geta komið upp í framkvæmdunum,“ segir Grímur. Unnið er að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins sem stefnt er að að verði opnað vorið 2017. Hótelið verður 7.500 fermetrar með 74 herbergjum. Þá er unnið að helmings stækkun baðlónsins sem á að opna í janúar næstkomandi. Auk þess er verið að byggja nýja heilsulind og veitingasvæði milli baðlónsins og hótelsins.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að farið hafi verið í hlutafjáraukninginu til að draga úr áhættu vegna milljarða framkvæmdavísir/gvaEngin starfsemi var í Keilu um síðustu áramót sem þá hét LBF I GP ehf. Þá var félagið í eigu Kólfs ehf. sem er að meirihluta í eigu Gríms og Drangar Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa. Í vor var nýtt hlutafé að nafnvirði einn milljarður lagt í félagið samkvæmt því sem kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá. Í stjórn Keilu sitja Grímur, Steinar Helgason, sjóðsstjóri Landsbréfa, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Bláa lónið hagnaðist um 1,6 milljarða á síðasta ári. Þar af voru greiddir 1,2 milljarðar króna í arð. Árið 2013 nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum króna og þar af var greidd 931 milljón króna í arð. Stærstu hlutahafar Bláa lónsins eru HS Orka, Hvatning, sem er í eigu Horns II, sem Landsbréf rekur, og Kólfs, sem er að meirihluta í eigu Gríms. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Sjá meira
Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að lykilstjórnendur Bláa lónsins standi að hlutafjáraukningunni. Kaupverðið sé trúnaðarmál en hafi byggst á verðmati frá óháðu verðbréfafyrirtæki. Grímur segir tilgang hlutafjáraukningarinnar vera að draga úr áhættu félagsins af sex milljarða framkvæmdum sem Bláa lónið stendur nú í. „Í ljósi þeirra skuldbindinga sem félagið er að gangast undir með þessum miklu framkvæmdum var ákveðið að styrkja eiginfjárstöðuna til að minnka áhættu félagsins af framkvæmdaóvissu og einhverjum áföllum sem geta komið upp í framkvæmdunum,“ segir Grímur. Unnið er að byggingu fyrsta fimm stjörnu hótels landsins sem stefnt er að að verði opnað vorið 2017. Hótelið verður 7.500 fermetrar með 74 herbergjum. Þá er unnið að helmings stækkun baðlónsins sem á að opna í janúar næstkomandi. Auk þess er verið að byggja nýja heilsulind og veitingasvæði milli baðlónsins og hótelsins.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að farið hafi verið í hlutafjáraukninginu til að draga úr áhættu vegna milljarða framkvæmdavísir/gvaEngin starfsemi var í Keilu um síðustu áramót sem þá hét LBF I GP ehf. Þá var félagið í eigu Kólfs ehf. sem er að meirihluta í eigu Gríms og Drangar Fund, sjóðs í rekstri Landsbréfa. Í vor var nýtt hlutafé að nafnvirði einn milljarður lagt í félagið samkvæmt því sem kemur fram í gögnum frá fyrirtækjaskrá. Í stjórn Keilu sitja Grímur, Steinar Helgason, sjóðsstjóri Landsbréfa, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varamaður í stjórn Bláa lónsins. Bláa lónið hagnaðist um 1,6 milljarða á síðasta ári. Þar af voru greiddir 1,2 milljarðar króna í arð. Árið 2013 nam hagnaðurinn 1,4 milljörðum króna og þar af var greidd 931 milljón króna í arð. Stærstu hlutahafar Bláa lónsins eru HS Orka, Hvatning, sem er í eigu Horns II, sem Landsbréf rekur, og Kólfs, sem er að meirihluta í eigu Gríms.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Sjá meira