Memento verður endurgerð Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 09:54 Guy Pearce og Joe Pontaliano í hlutverkum sínum í Memento. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein