Infinity framleiðir samkeppnisbíl S-Class Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 15:53 Infinity Q80 hugmyndabíllinn sem sýndur var í París í haust. businesswire Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent
Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent