13 milljón króna fundarlaun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 14:51 Hinn stolni Lamborghini Aventador. Jalopnik Leyniþjónusta ein í New York hefur boðið þeim sem bent geta á stolinn Lamborghini Aventador bíl 100.000 dollara fundarlaun, eða ríflega 13 milljónir króna. Honum var stolið þann 28. október síðastliðinn og eigandinn sér eðlilega eftir þessum kostagrip sem kostar gott betur en það sem fundarlaununum nemur. Bíllinn er hvítur og útlit hans afar áberandi eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur leikur á að þjófurinn sé frá borginni Atlanta í Goeorgíu ríki, hvað sem veldur, og því er bæði íbúum þar og í New York bent á að hafa augun opin fyrir þessum bíl og láta leyniþjónustuna vita. Það væri hægt að kaupa sér álitlegan bíl fyrir það eitt að geta bent á þennan stolna bíl og vonandi verður einhver svo heppinn. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Leyniþjónusta ein í New York hefur boðið þeim sem bent geta á stolinn Lamborghini Aventador bíl 100.000 dollara fundarlaun, eða ríflega 13 milljónir króna. Honum var stolið þann 28. október síðastliðinn og eigandinn sér eðlilega eftir þessum kostagrip sem kostar gott betur en það sem fundarlaununum nemur. Bíllinn er hvítur og útlit hans afar áberandi eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur leikur á að þjófurinn sé frá borginni Atlanta í Goeorgíu ríki, hvað sem veldur, og því er bæði íbúum þar og í New York bent á að hafa augun opin fyrir þessum bíl og láta leyniþjónustuna vita. Það væri hægt að kaupa sér álitlegan bíl fyrir það eitt að geta bent á þennan stolna bíl og vonandi verður einhver svo heppinn.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent