Nú þegar leikkonan Jennifer Lawrence hefur leikið í sinni síðustu mynd um Hungurleikana er hún komin með augun á næsta verkefni sitt. Óskarsverðlaunahafinn ætlar að setjast í stól leikstjóra í næsta verkefni en Lawrence sagði við Entertainment Weekly að myndin verði gamanmynd sem byggð er á greininni Project Delirium.
Greinin fjallaði um sálfræði hernað á sjöunda áratug síðustu aldar þar sem gerðar voru tilraunir með ofskynjunarlyf á fólki.
Lawrence sagði við Entertainment Weekly að hana hafi dreymt um leikstjórastólinn jafn lengi og hana hefur langað að leika.
Jennifer Lawrence leikstýrir gamanmynd

Tengdar fréttir

Glæsilegur rauður dregill á Hunger Games
Jennifer Lawrence var flott á frumsýningu myndarinnar í New York.

Jennifer Lawrence og Amy Schumer vinna saman að gamanmynd
„Okkur var ætlað að vinna saman.“

Jennifer Lawrence er launahæsta leikkona heims
Jennifer Lawrence er launahæsta leikkonan í heiminum í dag en hún hefur þénað 52 milljónir dollara á síðastliðnu ári.

Jennifer Lawrence hrekkti blaðamenn sem ætluðu að hrekkja hana
Fékk meðleikara sína úr Hunger Games til þess að hjálpa sér.

Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu
Staða kvenna í kvikmyndum rædd á Jafnréttisþingi.

Jennifer Lawrence vekur athygli á launamisrétti í Hollywood
Leikkonan birti í dag grein þar sem hún lýsir mikilli reiði yfir því að hún skuli fá greitt minna fyrir hlutverk sín í stórmyndum en karlkyns mótleikarar hennar.