Stórsýning Mitsubishi á laugardag Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2015 14:34 Mitsubishi L220 pallbíllinn. Hekla HEKLA blæs til stórsýningar og frumsýnir þrjár nýjar kempur. Sportlega pallbíllinn L200 og framsækinn Outlander ásamt rafmögnuðum lagsbróður hans, Outlander PHEV. Pallbílar Mitsubishi Motors hafa átt miklum vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978 og hafa fjórar milljónir eintaka selst um heim allan. Fimmta kynslóð L200 fangar hugmyndina um sportlegan pallbíl með því að blanda saman þægindum fólksbílsins með áreiðanleika og notagildi pallbílsins. L200 er vinnuþjarkur og er þekktur fyrir mikla aflgetu við hvers kyns aðstæður. L200 fæst bæði 6 gíra beinskiptur og 5 gíra sjálfskiptur og hefur einstaklega létta og skemmtilega aksturseiginleika. SS4-II fjórhjóladrifs kerfið í L-200 skilar framúrskarandi eiginleikum og dreifingu á átaki til fram og afturhjóla með yfirburðar meðhöndlun og stýringu við misjafnar aðstæður. Hvort sem er á malbikuðum vegi eða akstur við erfiðar aðstæður eins og á hálum og holóttum vegum. Nýja 2,4 lítra MIVEC vélin er 181 hestöfl og gefur hámarksafl án þess að stjórn ökumanns á bílnum minnki. Kröftug yfirbygging og straumlínulöguð hönnun stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegum landsins. Svo er nýr L200 líka með krafta í kögglum og státar af dráttargetu upp á 3100 kg. Nýr Mitsubishi Outlander uppfyllir allar kröfur fyrir íslenskar akstursaðstæður. Fullkomið fjórhjóladrif dreifir afli til hjólanna þar sem þess er mest þörf, tryggir hámarksframmistöðu í krefjandi aðstæðum og lágmarkar eyðslu þegar keyrt er við auðveldari aðstæður. Outlander hefur aldrei verið rúmbetri og er nú í boði í 7 sæta útfærslu. Hann er einstaklega hljóðlátur og ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði fyrir ökumann sem og farþega sem gerir ökuferðina ánægjulega. Svo er öryggið sett á oddinn í nýjum Outlander eins og 5 stjörnu einkunn EuroNcap í árekstrarprófunum staðfestir. Hann er í boði sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn, með bensín- eða dísilvél. „Mitsubishi Outlander hentar einstaklega breiðum hópi. Við bjóðum einnig Outlander PHEV sem gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni. Outlander PHEV hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja hagkvæman og hentugan bíl sem uppfyllir þarfir þeirra á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Fyrir langflesta dugir rafmagnið fyrir daglegt snatt en bíllinn fer allt að 50 km á rafmagninu einu saman. Outlander er einfaldlega tilvalinn valkostur fyrir fólk sem er að leita sér að nútímalegum, traustum og fjórhjóladrifnum jeppa sem hentar jafnt í borgarakstri og á vegum úti,“ segir Jón Vikar Jónsson, sölustjóri Mitsubishi. HEKLA kynnir nýjan L200, Outlander og Outlander PHEV næstkomandi laugardag, 28 nóvember, milli kl. 12.00 og 16.00 í sýningarsal Mitsubishi við Laugaveg 170-174. Mitsubishi Outlander. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
HEKLA blæs til stórsýningar og frumsýnir þrjár nýjar kempur. Sportlega pallbíllinn L200 og framsækinn Outlander ásamt rafmögnuðum lagsbróður hans, Outlander PHEV. Pallbílar Mitsubishi Motors hafa átt miklum vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978 og hafa fjórar milljónir eintaka selst um heim allan. Fimmta kynslóð L200 fangar hugmyndina um sportlegan pallbíl með því að blanda saman þægindum fólksbílsins með áreiðanleika og notagildi pallbílsins. L200 er vinnuþjarkur og er þekktur fyrir mikla aflgetu við hvers kyns aðstæður. L200 fæst bæði 6 gíra beinskiptur og 5 gíra sjálfskiptur og hefur einstaklega létta og skemmtilega aksturseiginleika. SS4-II fjórhjóladrifs kerfið í L-200 skilar framúrskarandi eiginleikum og dreifingu á átaki til fram og afturhjóla með yfirburðar meðhöndlun og stýringu við misjafnar aðstæður. Hvort sem er á malbikuðum vegi eða akstur við erfiðar aðstæður eins og á hálum og holóttum vegum. Nýja 2,4 lítra MIVEC vélin er 181 hestöfl og gefur hámarksafl án þess að stjórn ökumanns á bílnum minnki. Kröftug yfirbygging og straumlínulöguð hönnun stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegum landsins. Svo er nýr L200 líka með krafta í kögglum og státar af dráttargetu upp á 3100 kg. Nýr Mitsubishi Outlander uppfyllir allar kröfur fyrir íslenskar akstursaðstæður. Fullkomið fjórhjóladrif dreifir afli til hjólanna þar sem þess er mest þörf, tryggir hámarksframmistöðu í krefjandi aðstæðum og lágmarkar eyðslu þegar keyrt er við auðveldari aðstæður. Outlander hefur aldrei verið rúmbetri og er nú í boði í 7 sæta útfærslu. Hann er einstaklega hljóðlátur og ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði fyrir ökumann sem og farþega sem gerir ökuferðina ánægjulega. Svo er öryggið sett á oddinn í nýjum Outlander eins og 5 stjörnu einkunn EuroNcap í árekstrarprófunum staðfestir. Hann er í boði sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn, með bensín- eða dísilvél. „Mitsubishi Outlander hentar einstaklega breiðum hópi. Við bjóðum einnig Outlander PHEV sem gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni. Outlander PHEV hentar einstaklega vel fyrir þá sem vilja hagkvæman og hentugan bíl sem uppfyllir þarfir þeirra á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Fyrir langflesta dugir rafmagnið fyrir daglegt snatt en bíllinn fer allt að 50 km á rafmagninu einu saman. Outlander er einfaldlega tilvalinn valkostur fyrir fólk sem er að leita sér að nútímalegum, traustum og fjórhjóladrifnum jeppa sem hentar jafnt í borgarakstri og á vegum úti,“ segir Jón Vikar Jónsson, sölustjóri Mitsubishi. HEKLA kynnir nýjan L200, Outlander og Outlander PHEV næstkomandi laugardag, 28 nóvember, milli kl. 12.00 og 16.00 í sýningarsal Mitsubishi við Laugaveg 170-174. Mitsubishi Outlander.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent