Spánn framlengir útskiptibónusa við bílakaup Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 16:17 Bílaumferð á Spáni. news.kyero.com Á Spáni hefur bíleigendum í nokkurn verið greitt af ríkisstjórn landsins við skipti á eldri bílum í nýja og minna mengandi bíla. Nú hefur verið ákveðið að framlengja þessar greiðslur fram til loka júlí á næsta ári. Greiðslurnar hafa orðið til þess að bílasala hefur vaxið á Spáni í 26 mánuði í röð og einnig er það talið hafa örvað efnahag í leiðinni, en Spánn er að stíga upp úr mikilli efnhagslægð. Framlag stjórnar Spánar sem gilda átti frá maí í ár og til ársloka nemur 225 milljónum evra, eða 31,7 milljörðum króna. Spænska ríkisstjórnin lítur á þessa aðgerð sem vænlega leið til að losna við gamla bíla í landinu, auka öryggi vegfarenda með bílum með mun betri öryggisbúnaði og örva bíliðnað í landinu í leiðinni. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent
Á Spáni hefur bíleigendum í nokkurn verið greitt af ríkisstjórn landsins við skipti á eldri bílum í nýja og minna mengandi bíla. Nú hefur verið ákveðið að framlengja þessar greiðslur fram til loka júlí á næsta ári. Greiðslurnar hafa orðið til þess að bílasala hefur vaxið á Spáni í 26 mánuði í röð og einnig er það talið hafa örvað efnahag í leiðinni, en Spánn er að stíga upp úr mikilli efnhagslægð. Framlag stjórnar Spánar sem gilda átti frá maí í ár og til ársloka nemur 225 milljónum evra, eða 31,7 milljörðum króna. Spænska ríkisstjórnin lítur á þessa aðgerð sem vænlega leið til að losna við gamla bíla í landinu, auka öryggi vegfarenda með bílum með mun betri öryggisbúnaði og örva bíliðnað í landinu í leiðinni.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent