Fiat hættir við Charlie Sheen auglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:51 Úr Fiat 124 Spider auglýsingunni með Charlie Sheen. Fiat hefur tekið upp auglýsingu með leikaranum Charlie Sheen fyrir nýjan bíl framleiðandans, Fiat 124 Spider. Sú auglýsing verður hinsvegar aldrei sýnd þar sem Fiat hefur ákveðið að setja hana ofan í skúffu í kjölfar þess að Charlie Sheen hefur viðurkennt að vera HIV-smitaður. Fiat hefur áður fengið Charlie Sheen til að leika í auglýsingu fyrir sig þar sem Fiat 500 Abarth bíll var kynntur fyrir nokkrum árum og nú átti að endurtaka leikinn með nýjan sportbíl Fiat sem kemur á markað á næsta ári. Þar fer smár sportbíll, Fiat 124 Spider, sem framleiddur er af Mazda í Japan þar sem það var ódýrara en að framleiða bílinn heimafyrir. Sá bíll á margt sameiginlegt með Mazda MX-5 Miata og er nauðalíkur að auki. Örfáir hafa þó séð auglýsinguna með Charlie Sheen, en hún var sýnd áður en hún var fullgerð á forsýningu Fiat 124 Spider fyrir blaðamenn í höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automotive þann 3. nóvember. Ekki munu því fleiri sjá auglýsinguna. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent
Fiat hefur tekið upp auglýsingu með leikaranum Charlie Sheen fyrir nýjan bíl framleiðandans, Fiat 124 Spider. Sú auglýsing verður hinsvegar aldrei sýnd þar sem Fiat hefur ákveðið að setja hana ofan í skúffu í kjölfar þess að Charlie Sheen hefur viðurkennt að vera HIV-smitaður. Fiat hefur áður fengið Charlie Sheen til að leika í auglýsingu fyrir sig þar sem Fiat 500 Abarth bíll var kynntur fyrir nokkrum árum og nú átti að endurtaka leikinn með nýjan sportbíl Fiat sem kemur á markað á næsta ári. Þar fer smár sportbíll, Fiat 124 Spider, sem framleiddur er af Mazda í Japan þar sem það var ódýrara en að framleiða bílinn heimafyrir. Sá bíll á margt sameiginlegt með Mazda MX-5 Miata og er nauðalíkur að auki. Örfáir hafa þó séð auglýsinguna með Charlie Sheen, en hún var sýnd áður en hún var fullgerð á forsýningu Fiat 124 Spider fyrir blaðamenn í höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automotive þann 3. nóvember. Ekki munu því fleiri sjá auglýsinguna.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent