Mercedes Benz SLK verður SLC Finnur Thorlacius skrifar 30. nóvember 2015 09:55 Nýr Mercedes Benz SLC leysir af SLK. Worldcarfans Ekki er langt síðan Mercedes Benz skipti um nafn á GLK jepplingi sínum og breytti nafni hans í GLC til samræmingar nýju nafnakerfi bíla þeirra. Nú fær hinn smái tveggja sæta SLK sportbíll Mercedes Benz sömu meðferð og fær stafina SLC. Mercedes Benz vinnur að þróun nýs SLC og sést hér fyrsta myndin sem náðst hefur af bílnum án feluklæða og á henni má sjá að litlar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á bílnum, þó aðallega á stuðurum og ljósum hans sem verða með LED-tækni. Forsvarsmenn Mercedes Benz hafa látið eftir sér að bíllinn verði frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar, svo ekki er langt að bíða þess. Ein ný gerð bílsins mun líta dagsljósið, 450 AMG sportútgáfa. Sú útgáfa hans er skotið á milli AMG kraftútgáfu hans og hefðbundinnar gerðar bílsins. Þessi útgáfa mun fá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og verður hún 367 hestöfl og togar 517 Nm. Öflugasta útgáfa hans verður SLC 55 með 421 hestafla vél sem er sú sama og er í núverandi gerð SLK 55. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Ekki er langt síðan Mercedes Benz skipti um nafn á GLK jepplingi sínum og breytti nafni hans í GLC til samræmingar nýju nafnakerfi bíla þeirra. Nú fær hinn smái tveggja sæta SLK sportbíll Mercedes Benz sömu meðferð og fær stafina SLC. Mercedes Benz vinnur að þróun nýs SLC og sést hér fyrsta myndin sem náðst hefur af bílnum án feluklæða og á henni má sjá að litlar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á bílnum, þó aðallega á stuðurum og ljósum hans sem verða með LED-tækni. Forsvarsmenn Mercedes Benz hafa látið eftir sér að bíllinn verði frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar, svo ekki er langt að bíða þess. Ein ný gerð bílsins mun líta dagsljósið, 450 AMG sportútgáfa. Sú útgáfa hans er skotið á milli AMG kraftútgáfu hans og hefðbundinnar gerðar bílsins. Þessi útgáfa mun fá 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og verður hún 367 hestöfl og togar 517 Nm. Öflugasta útgáfa hans verður SLC 55 með 421 hestafla vél sem er sú sama og er í núverandi gerð SLK 55.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent