Porsche yfir 200.000 bíla fyrsta sinni Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 16:23 Porsche Cayenne er söluhæsta bílgerð Porsche. GVA Í nýliðnum nóvembermánuði náði þýski sportbílaframleiðandinn Porsche nýjum áfanga í sögu sinni með því að selja yfir 200.000 bíla á einu ári. Þegar nóvember var allur hafði Porsche reyndar selt 209.894 bíla og hafði salan vaxið á milli ára um 24%. Í fyrra seldi Porsche 189.849 bíla allt árið, en ef Porsche selur jafn vel í desember og fyrri 11 mánuði ársins má búast við heildarsölu uppá 229.000 bíla. Í nóvember seldi Porsche 18.110 bíla. Af einstökum bílgerðum seldist Cayenne best, eða 6.579 eintök og jókst salan um 39% í mánuðinum. Heildarsala Cayenne á árinu er komin í 68.029 bíla og hefur vaxið um 14 á milli ára. Ekki kemur kannski á óvart að stærsti markaðurinn er í Kína og þar hafa alls selst 54.302 bílar á árinu og salan vaxið um 34%. Næst stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum og seldust þar 47.891 bíll og þar jókst salan um 9%. Ef öll Evrópa er talin saman, en ekki einstök lönd, má þó segja að þar sé enn stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla, en á árinu hafa selst þar 70.509 bílar. Í fyrri áætlunum Porsche var meiningin að ná 200.000 bíla sölu árið 2018 og því er fyrirtækið 3 árum á undan þeim áætlunum og vöxturinn reyfarakenndur á allra síðustu árum. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent
Í nýliðnum nóvembermánuði náði þýski sportbílaframleiðandinn Porsche nýjum áfanga í sögu sinni með því að selja yfir 200.000 bíla á einu ári. Þegar nóvember var allur hafði Porsche reyndar selt 209.894 bíla og hafði salan vaxið á milli ára um 24%. Í fyrra seldi Porsche 189.849 bíla allt árið, en ef Porsche selur jafn vel í desember og fyrri 11 mánuði ársins má búast við heildarsölu uppá 229.000 bíla. Í nóvember seldi Porsche 18.110 bíla. Af einstökum bílgerðum seldist Cayenne best, eða 6.579 eintök og jókst salan um 39% í mánuðinum. Heildarsala Cayenne á árinu er komin í 68.029 bíla og hefur vaxið um 14 á milli ára. Ekki kemur kannski á óvart að stærsti markaðurinn er í Kína og þar hafa alls selst 54.302 bílar á árinu og salan vaxið um 34%. Næst stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum og seldust þar 47.891 bíll og þar jókst salan um 9%. Ef öll Evrópa er talin saman, en ekki einstök lönd, má þó segja að þar sé enn stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla, en á árinu hafa selst þar 70.509 bílar. Í fyrri áætlunum Porsche var meiningin að ná 200.000 bíla sölu árið 2018 og því er fyrirtækið 3 árum á undan þeim áætlunum og vöxturinn reyfarakenndur á allra síðustu árum.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent