Þessi Mazda á að slást við Subaru Outback Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 11:27 Lengri og lægri Mazda en CX-5 og CX-3 jepplingarnir og á stærð við Subaru Outback. Það er margt á döfinni hjá Mazda þessa dagana. Mazda sýndi hugmyndabílinn Koero á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og vakti hann athygli þar fyrir fegurð. Nú er Mazda að kynna enn nýjan bíl, bíl sem ekki er hægt að segja að sé jepplingur þar sem hann liggur neðar á vegi og er fremur í ætt við Subaru Outback og mætti jafnvel teljast sem langbakur. Hann á að skarta sportlegum eiginleikum og vera fyrir vikið betri akstursbíll en núverandi og tilvonandi jepplingar og jeppar fyrirtækisins, þ.e. CX-5 og CX-3, sem seljast nú eins og heitar lummur, og tilvonandi CX-9. Mazda er ekkert að fara í felur með það að þessum bíl verður ætlað að klípa af góðri sölu á Subaru Outback en svo virðist sem heimsbyggðin hafi endalausa lyst á þeim ágæta bíl. Það skildi þó aldrei vera að þróunin yrði frá jepplingum að langbökum aftur, þ.e. langbökum sem geta glímt við torfærur að einhverju leiti. Fer ekki tískan svosem alltaf í hringi? Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Það er margt á döfinni hjá Mazda þessa dagana. Mazda sýndi hugmyndabílinn Koero á bílasýningunni í Frankfürt fyrr á árinu og vakti hann athygli þar fyrir fegurð. Nú er Mazda að kynna enn nýjan bíl, bíl sem ekki er hægt að segja að sé jepplingur þar sem hann liggur neðar á vegi og er fremur í ætt við Subaru Outback og mætti jafnvel teljast sem langbakur. Hann á að skarta sportlegum eiginleikum og vera fyrir vikið betri akstursbíll en núverandi og tilvonandi jepplingar og jeppar fyrirtækisins, þ.e. CX-5 og CX-3, sem seljast nú eins og heitar lummur, og tilvonandi CX-9. Mazda er ekkert að fara í felur með það að þessum bíl verður ætlað að klípa af góðri sölu á Subaru Outback en svo virðist sem heimsbyggðin hafi endalausa lyst á þeim ágæta bíl. Það skildi þó aldrei vera að þróunin yrði frá jepplingum að langbökum aftur, þ.e. langbökum sem geta glímt við torfærur að einhverju leiti. Fer ekki tískan svosem alltaf í hringi?
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent