Hættir Skoda framleiðslu Roomster? Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 11:20 Skoda Roomster er systurbíll Volkswagen Caddy. Einn af framleiðslubílum Skoda í Tékklandi er Roomster sem framleiddur hefur verið frá árinu 2006. Hann hefur aðeins einu sinni fengið andlitslyftingu síðan, en aldrei kynslóðaskipti. Þessi bíll virðist ekki passa inní framleiðslulínu Skoda lengur því fyrirtækið er að hugleiða að hætta framleiðslu hans. Það kemur kannski örlítið á óvart í ljósi þess að Skoda var tilbúið með næstu kynslóð þessa bíls og var byrjað að prófa þann bíl í svo til tilbúinni útfærslu. Eitthvað hefur Skoda snúist hugur og heyrst hefur að áherslunni verði í staðinn beint að smíði jepplinga. Skoda Roomster er smíðaður uppúr Volkswagen Caddy, þó yfirbyggingin sé ekki alveg eins. Það var líka meiningin með næstu kynslóðina sem kynna átti í enda þessa árs. Roomster átti líka að fá sömu vélar og finna má í Caddy, 75 til 150 hestafla vélar sem framleiddar eru af Volkswagen. Hver framtíð Roomster verður skal ósagt látið en að minnsta kosti hefur tilkomu næstu kynslóðar hans verið frestað og spurning hvort af henni verður yfir höfuð. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Einn af framleiðslubílum Skoda í Tékklandi er Roomster sem framleiddur hefur verið frá árinu 2006. Hann hefur aðeins einu sinni fengið andlitslyftingu síðan, en aldrei kynslóðaskipti. Þessi bíll virðist ekki passa inní framleiðslulínu Skoda lengur því fyrirtækið er að hugleiða að hætta framleiðslu hans. Það kemur kannski örlítið á óvart í ljósi þess að Skoda var tilbúið með næstu kynslóð þessa bíls og var byrjað að prófa þann bíl í svo til tilbúinni útfærslu. Eitthvað hefur Skoda snúist hugur og heyrst hefur að áherslunni verði í staðinn beint að smíði jepplinga. Skoda Roomster er smíðaður uppúr Volkswagen Caddy, þó yfirbyggingin sé ekki alveg eins. Það var líka meiningin með næstu kynslóðina sem kynna átti í enda þessa árs. Roomster átti líka að fá sömu vélar og finna má í Caddy, 75 til 150 hestafla vélar sem framleiddar eru af Volkswagen. Hver framtíð Roomster verður skal ósagt látið en að minnsta kosti hefur tilkomu næstu kynslóðar hans verið frestað og spurning hvort af henni verður yfir höfuð.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent