Tesla að ráða 1.650 nýja starfsmenn Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 09:26 Tesla Model X jepplingurinn. Autoblog Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ætlar á næstunni að ráða 1.650 nýja starfmenn viðsvegar um heiminn og bætast þeir við þá 14.000 starfsmenn sem fyrir eru. Þessi störf eru ekki bara í höfuðstöðvum Tesla í Kaliforníu, heldur eru fjölmörg störf í boði í söluumboðum fyrirtæksins um víðan völl, tæknistörf, meðal annars í Noregi og ráðgjafastörf í Frakklandi og Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Tesla auglýsir einnig eftir nokkrum verkfræðingum til frekari þróunar á Autopilot sjálfakandi tækni Tesla. Elon Musk, forstjóri Tesla, ætlar sjálfur að taka starfsviðtölin við þá sem um þau störf sækja. Það að fá starf hjá Tesla er þó ekki mjög auðvelt og sést það best á því að um 1,5 milljónir starfsumsókna hefur borist fyrirtækinu á síðustu 14 mánuðum, en fáir þeirra hafa verið ráðnir. Hinsvegar eru þeir sem ráðnir hafa verið mjög ánægðir í starfi sínu. Tesla ætlaði að selja 50.000 bíla í ár, en salan það sem af er ári bendir ekki til þess að það náist þó Tesla muni höggva nokkuð nærri því. Tesla ætlar hinsvegar ekki að slá neitt af og hyggst kynna nýjan Tesla Model 3 bíl árið 2017 og auka með því mjög sölu fyrirtækisins. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla ætlar á næstunni að ráða 1.650 nýja starfmenn viðsvegar um heiminn og bætast þeir við þá 14.000 starfsmenn sem fyrir eru. Þessi störf eru ekki bara í höfuðstöðvum Tesla í Kaliforníu, heldur eru fjölmörg störf í boði í söluumboðum fyrirtæksins um víðan völl, tæknistörf, meðal annars í Noregi og ráðgjafastörf í Frakklandi og Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt. Tesla auglýsir einnig eftir nokkrum verkfræðingum til frekari þróunar á Autopilot sjálfakandi tækni Tesla. Elon Musk, forstjóri Tesla, ætlar sjálfur að taka starfsviðtölin við þá sem um þau störf sækja. Það að fá starf hjá Tesla er þó ekki mjög auðvelt og sést það best á því að um 1,5 milljónir starfsumsókna hefur borist fyrirtækinu á síðustu 14 mánuðum, en fáir þeirra hafa verið ráðnir. Hinsvegar eru þeir sem ráðnir hafa verið mjög ánægðir í starfi sínu. Tesla ætlaði að selja 50.000 bíla í ár, en salan það sem af er ári bendir ekki til þess að það náist þó Tesla muni höggva nokkuð nærri því. Tesla ætlar hinsvegar ekki að slá neitt af og hyggst kynna nýjan Tesla Model 3 bíl árið 2017 og auka með því mjög sölu fyrirtækisins.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent