Tekur þátt í 5.000 km rafbílaakstri í Indlandi Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 15:47 Við upphaf ferðarinnar sem spannar 5.000 km frá norðurhluta til suðurodda Indlands. Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent
Mahindra er stærsti bílaframleiðandi Indlands og framleiðir meðal annars REVA rafmagnsbíla. Mahindra er að fagna nýjum rafmagnsbíl sínum, REVA e2o og er nú að aka þremur þeirra 5.000 km leið í Indlandi og í leiðinni slá á þá mýtu að ekki sé hægt að fara langar leiðir á rafmagnsbílum. Lagt var af stað nyrst í landinu og endað við suðurodda þess. Einn af þátttakendum í þessu ævintýri er Gísli Gíslason, en fyrirtæki hans, EVEN, selur rafmagnsbíla á Íslandi, þar á meðal Tesla bíla. Gísli mun aka síðasta hluta leiðarinnar en hann er rétt ófarinn til Indlands til að taka þátt í þessu ævintýri. För Gísla hefst í Bangalore og endar í Kanyakumari á suðurodda Indlands. Leiðangurinn hefur nú þegar ekið um 2.000 km leið. Mahindra segir að með því að aka þessum þremur rafmagnsbílum í stað bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti muni sparast 1.250 lítrar af eldsneyti.Gísli Gíslason í EVEN.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent