Þarf Volkswagen að selja Bentley eða Lamborghini? Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 15:15 Bentley Continental GT. wikipedia Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Í kjölfar dísilvélasvindls Volkswagen hefur fyrirtækið tekið 21 milljarða dollara lán til að mæta þeim sektum sem yfirvofandi eru. Ef Volkswagen getur ekki greitt lánið til baka gæti farið svo að fyrirtækið neyðist til að selja einhver af bílamerkjum sínum og þá eru helst nefnd lúxusbílafyrirtækin Bentley og Lamborghini. Volkswagen hefur einmitt upplýst lánveitandann um að svo gæti farið. Vörubíla- og rútuframleiðandinn MAN hefur einnig verið nefnt sem fyrirtæki sem Volkswagen gæti selt uppí skuldir, sem og mótorhjólaframleiðandinn Ducati. Volkswagen hefur þegar sett 6 milljarða evra til hliðar úr eigin sjóðum til að mæta sektargreiðslum og hefur ákveðið að skera niður þróunarkostnað næsta árs um eina milljón evra.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent