Bílar

Subaru WRX STI Hybrid

Finnur Thorlacius skrifar
Subaru WRX Concept gefur tóninn fyrir útlit næstu kynslóðar WRX.
Subaru WRX Concept gefur tóninn fyrir útlit næstu kynslóðar WRX.
Subaru mun útbúa næstu kynslóð sportbílsins Impreza WRX STI með Hybrid tækni. Því bætast í hann rafmótorar til aðstoðar öflugri brunavélinni og saman verður þessi aflrás að minnsta kosti 326 hestöfl. Ennfremur fær bíllinn nýja 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum og nýjan undirvagn.

Brunavélin í bílnum verður 2,0 lítra boxer vél með forþjöppu. Með tilkomu Hybrid tækninnar lækkar eyðsla bílsins verulega og verður 6,5 lítrar á hverja 100 kílómetra. Rafmótorar bílsins verða staðsettir við afturöxulinn og drífa áfram afturhjólin en allt afl brunavélarinnar fer í að drífa framhjólin.

Næsta kynslóð Subaru WRX STI kemur á markað árið 2017 og verður hann nú fyrsta sinni búinn Eyesight öryggisbúnaðinum sem finna má í Subaru Outback.






×