Volkswagen söluhæsta bílamerkið í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 16:13 Volkswagen Golf er mest seldi bíll á Íslandi. Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent