Volkswagen söluhæsta bílamerkið í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 16:13 Volkswagen Golf er mest seldi bíll á Íslandi. Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent
Það dregur ekkert úr sölu Volkswagen bíla þó svo margir hefðu haldið að dísilvélasvindlið myndi hafa áhrif á söluna. Í nýliðnum nóvember var Volkswagen söluhæsta bílamerkið á Íslandi og var Volkswagen með hvorki meira né minna en 15,8% heildarsölunnar í mánuðinum. Auk þess var Hekla söluhæsta umboðið á landinu í nóvember með 222 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í mánuðinum seldust 126 fólksbílar og 18 sendibílar af Volkswagen gerð og það er sama hvort litið er til sölu fólksbíla eingöngu eða fólks- og sendibíla, þá er Volkswagen langsöluhæsta merkið. Þar á eftir kemur Toyota með 92 selda fólksbíla og 22 sendibíla. Í ár stefnir í 1.200 bíla sölu Volkswagen á Íslandi. Volkswagen Golf er að auki mest selda bílgerð landsins með 632 selda bíla, en þar á eftir kemur Skoda Octavia með 613 selda bíla. Volkswagen e-Golf er mest seldi rafbíllinn á árinu, 92 bílar eru seldir og gætu þeir náð 100 bíla markinu á árinu.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent