Sala bíla til einstaklinga 60% meiri í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 13:42 Sala Subaru bíla hefur vaxið um 93% á árinu. Í nóvembermánuði seldu bílaumboð landsins 60% fleiri bíla til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) en í sama mánuði 2014 þegar 456 bílar seldust samanborið við 727 í nýliðnum mánuði. Í heild afhentu umboðin 14.316 bíla fyrstu ellefu mánuðina samanborið við 9.875 á sama tímabili 2014 og nemur vöxtur bílamarkaðsins í heild um 45 prósentum það sem af er árinu. Í nýliðnum nóvembermánuði afhenti BL 190 bíla til einstaklinga og atvinnufyrirtækja (án bílaleiga) og hafði BL mesta markaðshlutdeild á þeim markaði í mánuðinum, alls 26,1%. Sé litið til fyrstu ellefu mánaða ársins nemur markaðshlutdeild fyrirtækisins í heild 22,5 prósentum með alls 3.219 selda bíla á tímabilinu. Það er 48% aukning frá fyrra ári þegar BL seldi alls 2.176 bíla. Hefur BL mesta markaðshludeild á bílamarkaði það sem ári og hefur hún aukist um 0,5% miðað við sama tímabil 2014. Sé litið til bílaleiga landsins fyrstu ellefu mánuði ársins, þá hefur sala umboðanna vaxið um 38% miðað við sama tímabil 2014 með alls 6.046 selda bíla samanborið við 4.385 á sama tímabili 2014. Miðað við þá þróun sem verið hefur allt þetta ár í afhendingu á nýjum bílum til bílaleiga landsins bendir allt til þess að leigunum verði afhentir mun fleiri bílar í yfirstandandi desembermánuði heldur en í sama mánuði 2014 þegar þær keyptu 101 bíl. Sjá má í töflu hér að neðan með sölu hvers umboðs fyrir sig það sem af er liðið ári og hlutdeild þeirra í ár og í fyrra. Hér má sjá sölu bíla á Íslandi frá janúar til nóvember eftir umboðum og hlutdeild þeirra í ár og í fyrra. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Í nóvembermánuði seldu bílaumboð landsins 60% fleiri bíla til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) en í sama mánuði 2014 þegar 456 bílar seldust samanborið við 727 í nýliðnum mánuði. Í heild afhentu umboðin 14.316 bíla fyrstu ellefu mánuðina samanborið við 9.875 á sama tímabili 2014 og nemur vöxtur bílamarkaðsins í heild um 45 prósentum það sem af er árinu. Í nýliðnum nóvembermánuði afhenti BL 190 bíla til einstaklinga og atvinnufyrirtækja (án bílaleiga) og hafði BL mesta markaðshlutdeild á þeim markaði í mánuðinum, alls 26,1%. Sé litið til fyrstu ellefu mánaða ársins nemur markaðshlutdeild fyrirtækisins í heild 22,5 prósentum með alls 3.219 selda bíla á tímabilinu. Það er 48% aukning frá fyrra ári þegar BL seldi alls 2.176 bíla. Hefur BL mesta markaðshludeild á bílamarkaði það sem ári og hefur hún aukist um 0,5% miðað við sama tímabil 2014. Sé litið til bílaleiga landsins fyrstu ellefu mánuði ársins, þá hefur sala umboðanna vaxið um 38% miðað við sama tímabil 2014 með alls 6.046 selda bíla samanborið við 4.385 á sama tímabili 2014. Miðað við þá þróun sem verið hefur allt þetta ár í afhendingu á nýjum bílum til bílaleiga landsins bendir allt til þess að leigunum verði afhentir mun fleiri bílar í yfirstandandi desembermánuði heldur en í sama mánuði 2014 þegar þær keyptu 101 bíl. Sjá má í töflu hér að neðan með sölu hvers umboðs fyrir sig það sem af er liðið ári og hlutdeild þeirra í ár og í fyrra. Hér má sjá sölu bíla á Íslandi frá janúar til nóvember eftir umboðum og hlutdeild þeirra í ár og í fyrra.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent