Porsche opnar söluumboð fyrir eldri Porsche bíla Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 12:00 Eldri gerðir Porsche bíla fyrir utan nýtt söluumboð þeirra í Hollandi. Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent
Í ljósi þess að 70% allra Porsche bíla sem seldir hafa verið frá upphafi eru ennþá á götunni er ljóst að það er mikill markaður fyrir eldri Porsche bíla og þeir ganga kaupum og sölum eins og aðrir bílar. Við þessu hefur Porsche brugðist og opnað sérstaka miðstöð fyrir sölu og viðhald eldri Porsche bíla í Hollandi og er með nú til skoðunar að opna fleiri slíkar í Belgíu, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Í þessari miðstöð í Hollandi hafa eigendur og væntanlegir kaupendur aðgang að 52.000 upprunanlegum Porsche íhlutum í eldri gerðir bíla Porsche. Eins og við má búast verða þessar miðstöðvar fyrir eldri bíla við hlið söluumboða nýrra bíla Porsche og það á einnig við í Hollandi. Þar verða sérfræðingar í Porsche bílum til taks og boðið er uppá viðgerðarþjónustu. Porsche á þegar í samstarfi við 24 einkareknar Porsche miðstöðvar, sem flestar eru staðsettar í Þýskalandi, en nú hefur fyrirtækið tekið það skref að bjóða þessa þjónustu á eigin vegum.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent