Bentley "Baby" Bentayga á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 10:15 Bentley Bentayga jeppinn. Svo miklar pantanir hafa borist í lúxusjeppann Bentley Bentayga að Bentley hefur ákveðið að bjóða tvær nýjar jeppagerðir í kjölfarið. Það yrði “coupe”-útgáfa Bentayga og minni gerð bílsins sem gæti flokkast sem jepplingur. Alls hafa borist 4.000 pantanir í hinn rándýra Bentley Bentayga jeppa og mun að auka sölu Bentley um 40%. Alls ekki lítill vöxtur það og dæmigert fyrir það hvað jeppar og jepplingar hafa gert fyrir mörg önnur bílafyrirtæki. Bentayga er með sama undirvagn og nýr Audi Q7, enda tilheyra bæði bílamerkin Volkswagen bílasamstæðunni. Minni gerð hans gæti staðið á léttum MSB undirvagni frá Volkswagen, en ekkert er staðfest í þeim efnum. Tilkoma Bentayga mun færa sölu Bentley í um 12.000 bíla á ári, en markmið fyrirtækisins er að selja 15.000 bíla árið 2018. Því er mjög freistandi fyrir Bentley að bæta jepplingi í bílaflóruna og ætti markmiðið þannig auðveldlega að nást, ef mið er tekið af viðtökum Bentayga. Bentley ætlar líka að bjóða “coupe”-útgáfu Bentayga sem verður enn öflugri en venjulegur 600 hestafla bíllinn. Hann verður straumlínulagaðri og á að geta komist á 320 km hraða og klára sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum. Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent
Svo miklar pantanir hafa borist í lúxusjeppann Bentley Bentayga að Bentley hefur ákveðið að bjóða tvær nýjar jeppagerðir í kjölfarið. Það yrði “coupe”-útgáfa Bentayga og minni gerð bílsins sem gæti flokkast sem jepplingur. Alls hafa borist 4.000 pantanir í hinn rándýra Bentley Bentayga jeppa og mun að auka sölu Bentley um 40%. Alls ekki lítill vöxtur það og dæmigert fyrir það hvað jeppar og jepplingar hafa gert fyrir mörg önnur bílafyrirtæki. Bentayga er með sama undirvagn og nýr Audi Q7, enda tilheyra bæði bílamerkin Volkswagen bílasamstæðunni. Minni gerð hans gæti staðið á léttum MSB undirvagni frá Volkswagen, en ekkert er staðfest í þeim efnum. Tilkoma Bentayga mun færa sölu Bentley í um 12.000 bíla á ári, en markmið fyrirtækisins er að selja 15.000 bíla árið 2018. Því er mjög freistandi fyrir Bentley að bæta jepplingi í bílaflóruna og ætti markmiðið þannig auðveldlega að nást, ef mið er tekið af viðtökum Bentayga. Bentley ætlar líka að bjóða “coupe”-útgáfu Bentayga sem verður enn öflugri en venjulegur 600 hestafla bíllinn. Hann verður straumlínulagaðri og á að geta komist á 320 km hraða og klára sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum.
Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent