Mazda eyðslugrennstir vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2015 09:48 Mazda CX-3. Autoblog Í Bandaríkjunum heldur Environment Protection Agency utan um tölur um eyðslu allra bíla sem þar eru seldir. EPA greinir á ári hverju frá því hvaða bílaframleiðandi stendur sig best, þ.e. hver þeirra bíður bíla sem að meðaltali eyða minnstu eldsneyti. Í niðurstöðum stofnunarinnar í ár kemur fram að Mazda er sá bílaframleiðandi sem býður eyðslugrennstu bílana og eyða þeir að meðaltali 8,0 lítrum á hverju hundrað kílómetra. Mazda bætti sig um 0,4 lítra á milli ára, allra bílaframleiðenda mest að frátöldum BMW bílum sem eyddu 0,5 lítrum minna en í fyrra. Í öðru sæti á lista EPA kom svo Subaru. Þar á eftir kom svo Hyundai, Honda, Nissan, BMW, Kia, Toyota, Mercedes Benz og í tíunda sætinu kemur svo skásti bandaríski bílaframleiðandinn, Ford. Á þessum lista sést að asískir bílaframleiðendur dóminera hann og tveir þýskir lúxusbílaframleiðendur komast samt á hann, en bandarískir bílaframleiðendur framleiða ennþá svo eyðslufreka bíla að aðeins einn þeirra nær á listann. General Motors og Chrysler reka lestina á listanum á eftir Ford og því eru allir innlendir framleiðendur neðst á honum. Eitt verður að hafa í huga við þennan lista að öll bílafyrirtæki Volkswagen bílasamstæðunnar voru útilokaðar að þessu sinni þar sem bílar þeirra eru undir rannsóknum hvað varðar eyðslu og mengun og því ekki hægt að staðsetja þau á listanum að þessu sinni. Gera má ráð fyrir að mörg þeirra hefðu þó náð hátt á listanum. Það vekur einnig athygli hvað eyðslutölur eru í raun háar fyrir alla bílaframleiðendur, en í Bandaríkjunum eru almennt stærri og öflugari vélar í boði en í Evrópu og Asíu og því eyða þeir talsvert meira en sömu bílar annarsstaðar. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Í Bandaríkjunum heldur Environment Protection Agency utan um tölur um eyðslu allra bíla sem þar eru seldir. EPA greinir á ári hverju frá því hvaða bílaframleiðandi stendur sig best, þ.e. hver þeirra bíður bíla sem að meðaltali eyða minnstu eldsneyti. Í niðurstöðum stofnunarinnar í ár kemur fram að Mazda er sá bílaframleiðandi sem býður eyðslugrennstu bílana og eyða þeir að meðaltali 8,0 lítrum á hverju hundrað kílómetra. Mazda bætti sig um 0,4 lítra á milli ára, allra bílaframleiðenda mest að frátöldum BMW bílum sem eyddu 0,5 lítrum minna en í fyrra. Í öðru sæti á lista EPA kom svo Subaru. Þar á eftir kom svo Hyundai, Honda, Nissan, BMW, Kia, Toyota, Mercedes Benz og í tíunda sætinu kemur svo skásti bandaríski bílaframleiðandinn, Ford. Á þessum lista sést að asískir bílaframleiðendur dóminera hann og tveir þýskir lúxusbílaframleiðendur komast samt á hann, en bandarískir bílaframleiðendur framleiða ennþá svo eyðslufreka bíla að aðeins einn þeirra nær á listann. General Motors og Chrysler reka lestina á listanum á eftir Ford og því eru allir innlendir framleiðendur neðst á honum. Eitt verður að hafa í huga við þennan lista að öll bílafyrirtæki Volkswagen bílasamstæðunnar voru útilokaðar að þessu sinni þar sem bílar þeirra eru undir rannsóknum hvað varðar eyðslu og mengun og því ekki hægt að staðsetja þau á listanum að þessu sinni. Gera má ráð fyrir að mörg þeirra hefðu þó náð hátt á listanum. Það vekur einnig athygli hvað eyðslutölur eru í raun háar fyrir alla bílaframleiðendur, en í Bandaríkjunum eru almennt stærri og öflugari vélar í boði en í Evrópu og Asíu og því eyða þeir talsvert meira en sömu bílar annarsstaðar.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent