Mustang gegn Lamborghini í drifti Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 16:11 Ein flottustu bílamyndbönd sem framleidd sjá má eru gerð af Monster sem er framleiðandi orkudrykkja. Hér hefur Monster att saman tveimur af hæfari drifturum heims, Japananum Daigi Saito og Bandaríkjamanninum Vaughn Gittin Jr. Bílar þeirra eru ekki af verri endanum en Saito ekur Lamborghini Aventador sem er 650 hestöfl og Gittin ekur 550 hestafla Ford Mustang. Þeir aka skemmtilega vegi sem þræða skóglendi í Japan. Það sem gerir þetta myndskeið svo gott er þó ekki endilega frábær akstur þessara tveggja ágætu ökumanna heldur er myndatökumaðurinn Luke Huxham á Porsche bíl á undan eða eftir drifturunum og nær með því afar athygliverðum myndum. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Ein flottustu bílamyndbönd sem framleidd sjá má eru gerð af Monster sem er framleiðandi orkudrykkja. Hér hefur Monster att saman tveimur af hæfari drifturum heims, Japananum Daigi Saito og Bandaríkjamanninum Vaughn Gittin Jr. Bílar þeirra eru ekki af verri endanum en Saito ekur Lamborghini Aventador sem er 650 hestöfl og Gittin ekur 550 hestafla Ford Mustang. Þeir aka skemmtilega vegi sem þræða skóglendi í Japan. Það sem gerir þetta myndskeið svo gott er þó ekki endilega frábær akstur þessara tveggja ágætu ökumanna heldur er myndatökumaðurinn Luke Huxham á Porsche bíl á undan eða eftir drifturunum og nær með því afar athygliverðum myndum. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent