Forstjóraskipti hjá Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2015 12:39 Stephan Winkelmann stígur úr stóli forstjóra hjá Lamborghini. Automobilemag Stephan Winkelmann mun stíga úr stóli forstjóra hjá Lamborghini við áramót eftir 14 ára setu. Winkelmann mun þó áfram starfa hjá bílasamstæðu Volkswagen og taka yfir Quattro deild Audi í Neckarsulm, höfuðstöðvum Audi. Bæði Audi og Lamborghini eru í eigu Volkswagen. Heyrst hefur að við forstjórastarfi Winkelmann taki fyrrum stjórnandi Formúlu 1 liðs Ferrari, Stefano Domenicali, en hann réði sig til Audi í fyrra. Stephan Winkelmann hóf sinn bílafyrirtækjaferil hjá Mercedes Benz, en vann svo fyrir Fiat milli áranna 1994 tiul 2004, en í byrjun árs 2005 tók hann við forstjórastólnum hjá Lamborghini. Honum hefur verið þakkað fyrir stórlega aukna sölu Lamborghini og fyrir að búa til sölukerfi fyrir þetta rótgróna sportbílamerki um allan heim. Lamborghini framleiðir ekki ýkja marga bíla á hverju ári, en þess dýrari. Einu tveir framleiðslubílar Lamborghini nú eru Aventador og Huracán og nam framleiðsla þeirra í fyrra alls 2.530 bílum, en 2.121 árið 2013. Aventador er með 12 strokka vél og Huracán með 10 strokka vél. Lamborghini framleiðir auk þessara bíla 12 strokka vélar í keppnisbáta og eru þær 940 hestöfl. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Stephan Winkelmann mun stíga úr stóli forstjóra hjá Lamborghini við áramót eftir 14 ára setu. Winkelmann mun þó áfram starfa hjá bílasamstæðu Volkswagen og taka yfir Quattro deild Audi í Neckarsulm, höfuðstöðvum Audi. Bæði Audi og Lamborghini eru í eigu Volkswagen. Heyrst hefur að við forstjórastarfi Winkelmann taki fyrrum stjórnandi Formúlu 1 liðs Ferrari, Stefano Domenicali, en hann réði sig til Audi í fyrra. Stephan Winkelmann hóf sinn bílafyrirtækjaferil hjá Mercedes Benz, en vann svo fyrir Fiat milli áranna 1994 tiul 2004, en í byrjun árs 2005 tók hann við forstjórastólnum hjá Lamborghini. Honum hefur verið þakkað fyrir stórlega aukna sölu Lamborghini og fyrir að búa til sölukerfi fyrir þetta rótgróna sportbílamerki um allan heim. Lamborghini framleiðir ekki ýkja marga bíla á hverju ári, en þess dýrari. Einu tveir framleiðslubílar Lamborghini nú eru Aventador og Huracán og nam framleiðsla þeirra í fyrra alls 2.530 bílum, en 2.121 árið 2013. Aventador er með 12 strokka vél og Huracán með 10 strokka vél. Lamborghini framleiðir auk þessara bíla 12 strokka vélar í keppnisbáta og eru þær 940 hestöfl.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent