Mútaði löggu með BMW X6 Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 15:22 BMW X6 jeppinn er eigulegur bíll. Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent
Fyrir nokkrum dögum stöðvaði lögreglumaður ökumann í Rúmeníu vegna gruns um ölvun og sá grunur reyndist á rökum reistur. Til þess að losna undan handtöku, sekt og ökuskírteinismissi reyndi hinn seki að múta lögreglumanninum með engu minna en heilum bíl og það ekki af verri gerðinni. Hann átti að fá BMW X6 bíl fyrir það eitt að sleppa honum. Lögreglumaðurinn var hinsvegar ekki ginkeyptur fyrir tilboð þess drukkna og nú sætir hann vænni sekt og 30 daga fangelsisvist. Við frekari rannsókn á þessum örláta en drykkfellda ökumanni kom í ljós að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann er tekinn ölvaður undir stýri, en nú er hann ökuskírteinislaus. Hann er þó ef til vill einum BMW X6 ríkari og gæti fengið einhvern til að skutla sér á honum héðan í frá. Það að múta lögreglumönnum í Rúmeníu er vafalaust ekki óalgengt en kannski óalgengara að múta þeim með glæsikerrum.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent