Renault Clio sneggstur b-flokks bíla á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 13:55 Renault Clio RS 220 Trophy. Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Renault Clio RS 220 Trophy er nú sneggsti fjöldaframleiddi bíllinn á Nürburgring brautinni í B-stærðarflokki. Hann fór brautina í síðustu viku á 8 mínútum og 32 sekúndum. Nokkrir aðrir bílar í B-flokki reyndu sig við Clio bílinn á sama tíma og komst Mini bíll þeirra næst á tímanum 8:35. Opel Corsa OPC náði tímanum 8:40 og Audi S1 á 8:41. Renault Clio RS 200 Trophy var kynntur í mars á bílasýningunni í Genf. Hann er með 220 hestafla 1,6 lítra vél með forþjöppu og tog hans er 260 Nm. Bíllinn er með nýja sjálfskiptingu sem skiptir 40% hraðar en forveri hennar í Normal mode og 50% hraðar í Race mode. Það var bílatímaritið Sport Auto´s sem efndi til þessa prufuaksturs bíla í B-stærðarflokki til að finna út hver væri þeirra sneggstur.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent