Jaguar í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 12:19 Jaguar ætlar eins og margur annar bílaframleiðandinn að smíða rafmagnsbíl. Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt. Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent
Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt.
Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent