Fjórðungur nýrra Audi bíla eru rafmagnsbílar í Noregi og Hollandi Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 10:25 Audi A3 e-tron er að fullu knúinn rafmagni. Autoblog Audi hefur stefnt að því að fjórðungur þeirra bíla sem fyrirtækið selur árið 2025 verði knúnir rafmagni. Þó 10 ár séu í það eru tvö lönd í heiminum þar sem Audi hefur nú þegar náð þessu markmiði sínu, þ.e. Noregur og Holland. Það er einna helst Audi A3 e-tron sem hefur gert þetta að verkum, en hann hefur aðeins verið í sölu í 12 mánuði, en fjórði hver kaupandi Audi bíla í löndunum tveimur velur þann bíl til kaups. Hann fer í sölu í Bandaríkjunum eftir um tvo mánuði og forvitnilegt verður að sjá hvort honum verður jafnvel tekið þar og í Evrópu. Víst er þó að Audi verður að hafa sig við að framleiða nóg af þessum bíl miðað við eftirspurnina eftir honum. Bílablaðamaður visir.is hefur reynsluekið þessum bíl og eftir þann reynsluakstur kemur eftirspurnin eftir þessum bíl ekki á óvart og Volkswagen e-Golf er heldur enginn eftirbátur hans. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent
Audi hefur stefnt að því að fjórðungur þeirra bíla sem fyrirtækið selur árið 2025 verði knúnir rafmagni. Þó 10 ár séu í það eru tvö lönd í heiminum þar sem Audi hefur nú þegar náð þessu markmiði sínu, þ.e. Noregur og Holland. Það er einna helst Audi A3 e-tron sem hefur gert þetta að verkum, en hann hefur aðeins verið í sölu í 12 mánuði, en fjórði hver kaupandi Audi bíla í löndunum tveimur velur þann bíl til kaups. Hann fer í sölu í Bandaríkjunum eftir um tvo mánuði og forvitnilegt verður að sjá hvort honum verður jafnvel tekið þar og í Evrópu. Víst er þó að Audi verður að hafa sig við að framleiða nóg af þessum bíl miðað við eftirspurnina eftir honum. Bílablaðamaður visir.is hefur reynsluekið þessum bíl og eftir þann reynsluakstur kemur eftirspurnin eftir þessum bíl ekki á óvart og Volkswagen e-Golf er heldur enginn eftirbátur hans.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent