Fyrsti indverski sportbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2015 16:21 DC Avanti frá DC Design í Indlandi. Bílaframleiðandinn DC Design í Indlandi hefur kynnt sinn fyrsta sportbíl, DC Avanti. Bíllinn er með 2,0 lítra vél frá Renault og DC Design hefur átt við hana og kreist út úr henni 250 og 310 hestöfl í tveimur mismunandi útgáfum. Hún er tengd við annaðhvort 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu sem framleidd er af DC Design. Bíllinn er aðeins fyrir tvo, vegur 1.580 kíló og er afturhjóladrifinn. Hlutar yfirbyggingar bílsins eru úr koltrefjum til að halda þyngd hans niðri og hann stendur á 20 tommu felgum. Bíllinn stendur óvenju hátt frá vegi eða 15 sentimetrum og er það ef til vill afar hentugt fyrir ekki alltof góða vegi Indlands. Sæti bílsins eru með Alcantara áklæði og stýrið er leðurklætt og innréttingin í heild ríkuleg. DC Design ætlar að hefja sölu þessa bíls í apríl á næsta ári. Verð hans verður 8,5 milljónir króna og framleiðsla hans er takmörkuð við aðeins 31 bíl. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Bílaframleiðandinn DC Design í Indlandi hefur kynnt sinn fyrsta sportbíl, DC Avanti. Bíllinn er með 2,0 lítra vél frá Renault og DC Design hefur átt við hana og kreist út úr henni 250 og 310 hestöfl í tveimur mismunandi útgáfum. Hún er tengd við annaðhvort 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu sem framleidd er af DC Design. Bíllinn er aðeins fyrir tvo, vegur 1.580 kíló og er afturhjóladrifinn. Hlutar yfirbyggingar bílsins eru úr koltrefjum til að halda þyngd hans niðri og hann stendur á 20 tommu felgum. Bíllinn stendur óvenju hátt frá vegi eða 15 sentimetrum og er það ef til vill afar hentugt fyrir ekki alltof góða vegi Indlands. Sæti bílsins eru með Alcantara áklæði og stýrið er leðurklætt og innréttingin í heild ríkuleg. DC Design ætlar að hefja sölu þessa bíls í apríl á næsta ári. Verð hans verður 8,5 milljónir króna og framleiðsla hans er takmörkuð við aðeins 31 bíl.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent