Porsche Boxster og Cayman fá stafina 718 Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 13:56 Porsche Cayman GT4. Næsta árgerð Porsche Boxster og Cayman sportbílanna fá nöfnin 718 Boxter og 718 Cayman frá og með næstu árgerð bílanna. Þetta er gert til að minnast hins sigursæla 718 bíl Porsche frá árinu 1957. Bæði Boxster og Cayman koma á næsta ári í fyrsta sinn með fjögurra strokka forþjöppuvélum sem verða mjög öflugar. Boxster og Cayman hafa hingað til verið með sex strokka vélar, en aðdáendur bílsins ættu ekki að örvænta þó strokkunum fækki um tvo, þessar nýju fjögurra strokka vélar verða sýnu öflugari en forverar þeirra. Til vitnis um að það sé gerlegt er fjögurra strokka, 2,0 lítra vélin í Porsche 919 Hybrid LMP1 þolaksturskeppnisbílnum gríðarlega öflug, þó svo hún fái aðstoð frá rafmótorum. Þessi bíll náði bæði 1. og 2. sæti í Le Mans þolaksturskeppninni í ár og vann einnig þolakstursmótaröðina í ár. Porsche hefur mikla reynslu í framleiðslu fjögurra strokka boxer véla og margir af sigursælustu bílum Porsche gegnum tíðina hafa verið með þannig vél. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Næsta árgerð Porsche Boxster og Cayman sportbílanna fá nöfnin 718 Boxter og 718 Cayman frá og með næstu árgerð bílanna. Þetta er gert til að minnast hins sigursæla 718 bíl Porsche frá árinu 1957. Bæði Boxster og Cayman koma á næsta ári í fyrsta sinn með fjögurra strokka forþjöppuvélum sem verða mjög öflugar. Boxster og Cayman hafa hingað til verið með sex strokka vélar, en aðdáendur bílsins ættu ekki að örvænta þó strokkunum fækki um tvo, þessar nýju fjögurra strokka vélar verða sýnu öflugari en forverar þeirra. Til vitnis um að það sé gerlegt er fjögurra strokka, 2,0 lítra vélin í Porsche 919 Hybrid LMP1 þolaksturskeppnisbílnum gríðarlega öflug, þó svo hún fái aðstoð frá rafmótorum. Þessi bíll náði bæði 1. og 2. sæti í Le Mans þolaksturskeppninni í ár og vann einnig þolakstursmótaröðina í ár. Porsche hefur mikla reynslu í framleiðslu fjögurra strokka boxer véla og margir af sigursælustu bílum Porsche gegnum tíðina hafa verið með þannig vél.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent