Porsche Boxster og Cayman fá stafina 718 Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 13:56 Porsche Cayman GT4. Næsta árgerð Porsche Boxster og Cayman sportbílanna fá nöfnin 718 Boxter og 718 Cayman frá og með næstu árgerð bílanna. Þetta er gert til að minnast hins sigursæla 718 bíl Porsche frá árinu 1957. Bæði Boxster og Cayman koma á næsta ári í fyrsta sinn með fjögurra strokka forþjöppuvélum sem verða mjög öflugar. Boxster og Cayman hafa hingað til verið með sex strokka vélar, en aðdáendur bílsins ættu ekki að örvænta þó strokkunum fækki um tvo, þessar nýju fjögurra strokka vélar verða sýnu öflugari en forverar þeirra. Til vitnis um að það sé gerlegt er fjögurra strokka, 2,0 lítra vélin í Porsche 919 Hybrid LMP1 þolaksturskeppnisbílnum gríðarlega öflug, þó svo hún fái aðstoð frá rafmótorum. Þessi bíll náði bæði 1. og 2. sæti í Le Mans þolaksturskeppninni í ár og vann einnig þolakstursmótaröðina í ár. Porsche hefur mikla reynslu í framleiðslu fjögurra strokka boxer véla og margir af sigursælustu bílum Porsche gegnum tíðina hafa verið með þannig vél. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Næsta árgerð Porsche Boxster og Cayman sportbílanna fá nöfnin 718 Boxter og 718 Cayman frá og með næstu árgerð bílanna. Þetta er gert til að minnast hins sigursæla 718 bíl Porsche frá árinu 1957. Bæði Boxster og Cayman koma á næsta ári í fyrsta sinn með fjögurra strokka forþjöppuvélum sem verða mjög öflugar. Boxster og Cayman hafa hingað til verið með sex strokka vélar, en aðdáendur bílsins ættu ekki að örvænta þó strokkunum fækki um tvo, þessar nýju fjögurra strokka vélar verða sýnu öflugari en forverar þeirra. Til vitnis um að það sé gerlegt er fjögurra strokka, 2,0 lítra vélin í Porsche 919 Hybrid LMP1 þolaksturskeppnisbílnum gríðarlega öflug, þó svo hún fái aðstoð frá rafmótorum. Þessi bíll náði bæði 1. og 2. sæti í Le Mans þolaksturskeppninni í ár og vann einnig þolakstursmótaröðina í ár. Porsche hefur mikla reynslu í framleiðslu fjögurra strokka boxer véla og margir af sigursælustu bílum Porsche gegnum tíðina hafa verið með þannig vél.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent