Bíó og sjónvarp

Bein útsending: Hljóta Everest og Jóhann tilnefningar til Golden Globe?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tilnefningar verða kynntar í dag.
Tilnefningar verða kynntar í dag. vísir
Í dag verða tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna tilkynntar í beinni útsendingu en Evererst, kvikmynd Baltasars Kormáks, gæti fengið tilnefningu fyrir bestu tæknibrellurnar.

Everest er enn í kapphlaupinu um Óskarinn og því er ekki hægt að útiloka að myndin fái tilnefningu til Golden Globe. Tilnefningarnar marka upphafið að kapphlaupinu um Óskarsverðlaun.

Sjá einnig: Jóhann fékk Golden Globe

Jóhann Jóhannsson hefur einnig verið í umræðunni fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Sicario en hann vann einmitt Golden Globe verðlaunin fyrr á þessu ári fyrir að semja tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything í leikstjórn James March.

Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá tilnefningunum.

Hér fyrir neðan má sjá færslur frá Golden Globe á Twitter.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×