Nýtt rúgbrauð sýnt í janúar Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 10:15 Nýja Volkswagen rúgbrauðið. worldcarfans Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
Volkswagen mun sýna nýjan bíl á Consumer Electronics sýningunni í Las Vegas þann 5. janúar. Næsta víst þykir að þessi bíll sé nýtt rúgbrauð með rafmagnsdrifrás, en Volkswagen hefur sagt að sá bíll verði til sýnis á bílasýningunni í Genf í mars. Nýja rúgbrauðið í rafmagnsútfærslu á að komast 400 til 500 kílómetra á hverri hleðslu. Hann mun þó einnig fást með bensín- og dísilvélum og allar þeirra eiga það sameiginlegt að vera fjögurra strokka. Bíllinn verður byggður á MQB undirvagninum sem er undir fjöldamörgum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar. Sagt er að nýtt rúgbrauð sé minni bíll en Multivan og að útlit hans sé í “Retro”-stíl, enda hvernig mætti annað vera ef hann á að vera arftaki gamla rúgbrauðsins. Hann á að verða framleiddur í verksmiðju Volkswagen í Puebla í Mexíkó og búist er við því að hann komi á markað árið 2017. Gamla rúgbrauðið. Nú dæmi hver fyrir sig hvort það er fallegra en það nýja.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent