Hitað upp fyrir framhald X-Files Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2015 14:55 Fox Mulder og Dana Scully. Mynd/Fox Nú er innan við mánuður í að þau Fox Mulder og Dana Scully birtist aftur á skjáum sjónvarpa um heim allan. Rúmum þrettán árum eftir að framleiðslu upprunalegu þáttanna var hætt. Þann 24. janúar byrjar ný sex þátta sería með þeim David Duchovny og Gillian Anderson í aðalhlutverkum. Ljóst er að margir iða í skinninu, enda þóttu þættirnir gífurlega vinsælir á árum áður. Framleiðendur þáttanna hafa nú gefið út 22 mínútna þátt um undirbúning og framleiðslu seríunnar, sem sjá má hér að neðan.Upprunalegu þættirnir voru í sýningu frá 1993 til 2002 og voru þættirnir fleiri en 200. Þar að auki hafa verið gerðar tvær kvikmyndir. The X-Files sem gefin var út 1998 og The X-Files: I Want to Believe var gefin út árið 2008. Þættirnir gerast sjö til átta árum seinna en síðasta myndin og er samband þeirra Mulder og Scully orðið stirt. Fyrsti og síðasti þátturinn mun snúa að þeirri sögu sem gömlu þættirnir snerust um, en inn á milli verða þættir sem standa á eigin fótum. Fyrsti þáttur verður frumsýndur á Stöð 2 31. janúar næstkomandi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nú er innan við mánuður í að þau Fox Mulder og Dana Scully birtist aftur á skjáum sjónvarpa um heim allan. Rúmum þrettán árum eftir að framleiðslu upprunalegu þáttanna var hætt. Þann 24. janúar byrjar ný sex þátta sería með þeim David Duchovny og Gillian Anderson í aðalhlutverkum. Ljóst er að margir iða í skinninu, enda þóttu þættirnir gífurlega vinsælir á árum áður. Framleiðendur þáttanna hafa nú gefið út 22 mínútna þátt um undirbúning og framleiðslu seríunnar, sem sjá má hér að neðan.Upprunalegu þættirnir voru í sýningu frá 1993 til 2002 og voru þættirnir fleiri en 200. Þar að auki hafa verið gerðar tvær kvikmyndir. The X-Files sem gefin var út 1998 og The X-Files: I Want to Believe var gefin út árið 2008. Þættirnir gerast sjö til átta árum seinna en síðasta myndin og er samband þeirra Mulder og Scully orðið stirt. Fyrsti og síðasti þátturinn mun snúa að þeirri sögu sem gömlu þættirnir snerust um, en inn á milli verða þættir sem standa á eigin fótum. Fyrsti þáttur verður frumsýndur á Stöð 2 31. janúar næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein