Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael Moore Bjarki Ármannsson skrifar 28. desember 2015 17:51 Ný stikla fyrir nýjustu heimildarmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore er komin út, en þar spilar Ísland ansi stóra rullu. Moore var sem kunnugt er staddur hér á landi í sumar við tökur á myndinni. Myndin ber heitið Where to invade next, eða Hvert skal næst gera innrás. Í henni heimsækir Moore lönd á borð við Ísland, Noreg, Ítalíu og Frakkland til að kynna sér það sem betur fer í þeim löndum en í heimalandi hans. Kjarninn greindi frá því um helgina að Moore hefði reynt að heimsækja fangelsið Kvíabryggju á meðan dvöl hans hér á landi stóð en ekki haft erindi sem erfiði.Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust Moore tók marga þjóðþekkta einstaklinga tali hér á landi og gætir nokkurra þeirra í nýju stiklunni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er þeirra fyrirferðarmest en Ólafi Þóri Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekktri sem Dísu í World Class, bregður einnig fyrir í stiklunni. Þá má sjá brot úr heimsókn Moore í franska grunnskóla, þar sem skólamaturinn þykir talsvert betri en víða í Bandaríkjunum, og Bastoy-fangelsiseyjuna í Noregi, þar sem eitt framsæknasta fangelsi heims er að finna. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ný stikla fyrir nýjustu heimildarmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore er komin út, en þar spilar Ísland ansi stóra rullu. Moore var sem kunnugt er staddur hér á landi í sumar við tökur á myndinni. Myndin ber heitið Where to invade next, eða Hvert skal næst gera innrás. Í henni heimsækir Moore lönd á borð við Ísland, Noreg, Ítalíu og Frakkland til að kynna sér það sem betur fer í þeim löndum en í heimalandi hans. Kjarninn greindi frá því um helgina að Moore hefði reynt að heimsækja fangelsið Kvíabryggju á meðan dvöl hans hér á landi stóð en ekki haft erindi sem erfiði.Sjá einnig: Jón Gnarr og Michael Moore hittust Moore tók marga þjóðþekkta einstaklinga tali hér á landi og gætir nokkurra þeirra í nýju stiklunni. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, er þeirra fyrirferðarmest en Ólafi Þóri Haukssyni, sérstökum saksóknara, og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekktri sem Dísu í World Class, bregður einnig fyrir í stiklunni. Þá má sjá brot úr heimsókn Moore í franska grunnskóla, þar sem skólamaturinn þykir talsvert betri en víða í Bandaríkjunum, og Bastoy-fangelsiseyjuna í Noregi, þar sem eitt framsæknasta fangelsi heims er að finna.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11 Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Michael Moore á landinu Bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Michael Moore er staddur á Íslandi og kom hann til landsins í dag. 8. maí 2015 18:11
Jón Gnarr og Michael Moore hittust Jón Gnarr hitti í dag bandaríska kvikmyndagerðamanninn Michael Moore sem er á landinu. 8. maí 2015 21:22