Fékk fyrstu Honda þotuna í jólagjöf Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 14:32 Fyrsta þota Honda afhent á jóladag. Autoblog Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent
Honda afhenti fyrstu þotu dótturfyrirtækis síns, HondaJet, á jóladagskvöld og með því færði kaupandinn sjálfum sér myndarlega jólagjöf. Honda hefur unnið að smíði þessarar vélar allt frá því á níunda áratug síðustu aldar, en þróun þessarar nýju tilteknu gerðar hófst fyrir alvöru fyrir síðustu aldamót. Því má segja að meðgöngutími hennar sé í lengra lagi. Þotan hefur fengið heitið HondaJet HA-420 og er um 13 metra löng og með um 12 metra vænghaf. Hámarkshraði hennar er 777 km/klst. Þotuhreyflar vélarinnar eru smíði Honda í samstarfi við General Electric og hvorir tveggja hreyflar hennar eru færir um 2.000 punda þrýstigetu. Honda smíðar þessar vélar í Bandaríkjunum og Honda hefur komið sér upp söluneti þessara véla þarlendis, en þær verða einnig seldar í Asíu og í Evrópu. Honda er ekki einhamt fyrirtæki er kemur að smíði farartækja, en nú smíðar Honda, bíla, mótorhjól, flutningabíla, þotur, báta, bátsvélar og sláttuvélar, svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent