Opel Insignia verður Buick Regal í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2015 15:52 Opel Insignia Country Tourer. Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent
Opel Insignia hefur selst afar vel í Evrópu og þykir mjög vel heppnaður bíll. Svo vel að það virðist sem General Motors ætli að bjóða hann líka í Bandaríkjunum, en þar hefur hann ekki fengist áður. Hann mun ekki bera Opel merkið þar, heldur verður hann Buick og kallaður Regal Tourx, en Regal er einmitt bílgerð sem Buick hefur boðið lengi þar vestra. Því yrði honum skipt út fyrir þann ameríska. Þeir sem rýnt hafa í fyriráætlanir GM giska helst á að Opel Insignia Country Tourer gerðin verði fyrir valinu sem ameríkuútgáfan, en hún er af langbaksgerð og upphækkaður og minnir í útliti á Audi Allroad. Slíkur bíll gæti einmitt verið vænlegur sölubíll í samkeppninni við Subaru Outback, sem selst hefur eins og heitar lummur í Bandaríkjunum í mörg ár.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent