Kaleo vinnur með þreföldum Grammy-verðlaunahafa Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar Kaleo eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur verið meira og minna stödd í Bandaríkjunum síðastliðið ár. mynd/Alexandra Valenti Hljómsveitin Kaleo hefur að undanförnu unnið að nýrri plötu, sem er jafnframt fyrsta plata sveitarinnar eftir að hún skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. Það er sannkallaður þungavigtarmaður sem stýrir upptökum á plötunni en sá heitir Jacquire King og hefur hann unnið með nöfnum á borð við Kings of Leon, Tom Waits, James Bay, Modest Mouse, Buddy Guy, Norah Jones og Of Monsters and Men. „Við erum hæstánægðir með það samstarf, það eru toppmenn í öllum stöðum með okkur. Það eru algjör forréttindi að vinna með Jacquire King,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo, um samstarfið. Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur meira og minna haldið sig í Bandaríkjunum síðastliðið ár. Um þessar mundir er slétt ár síðan sveitin skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. „Þetta er svo sannarlega langþráð frí, þetta er líka í fyrsta sinn sem við erum ekkert að spila þegar við komum heim,“ segir Jökull alsæll á Íslandi. Sveitin hefur gert út frá Austin í Texas undanfarið ár en hefur einnig mikið verið í Nashville. Þeir félagar halda aftur utan þann 3. janúar til að leggja lokahönd á plötuna. „Við erum að fara til Nashville þar sem við munum klára plötuna. Ég veit ekki alveg hvenær hún kemur út, það er eitthvað eftir en ef allt gengur eftir kemur hún vonandi út snemma á næsta ári eða í vor,“ segir Jökull spurður út í nýju plötuna. Á henni er að finna nýtt efni en þó er möguleiki á að nokkur lög af fyrri plötunni rati á nýju plötuna. „Þetta er náttúrulega fyrsta platan okkar úti þannig að ef til vill fara þrjú lög af gömlu plötunni á þá nýju en þetta verður samt mestmegnis nýtt efni.“ Platan er tekin upp í hinu víðfræga hljóðveri Blackbird Studio í Nashville en þar hafa ekki ómerkari nöfn heldur en Kings of Leon, Justin Bieber, Red Hot Chili Peppers, Taylor Swift og Bruce Springsteen unnið, svo nokkur séu nefnd. „Það er mikill heiður að fá að vinna í þessu frábæra stúdíói.“ Árið sem er að líða hefur verið ansi annasamt hjá Kaleo og hefur sveitin komið fram í yfir 40 fylkjum í Bandaríkjunum, spilað á yfir 150 tónleikum og farið ansi víða. Árið 2016 virðist ekki ætla að verða rólegra. „Það er nóg framundan, næsta ár verður vonandi viðburðaríkt eins og þetta ár var. Það er auðvitað ný plata og við erum að fara að fylgja henni eftir. Við förum á headline-túr í febrúar, förum til Ástralíu í mars og svo erum við bókaðir á nokkur festivöl. Við erum nokkurn veginn bókaðir langt fram á næsta ár,“ útskýrir Jökull. Hann segist þó vonast til þess að þeir félagar geti komið heim í sumar og haldið útgáfutónleika á Íslandi. „Það væri frábært að geta tekið útgáfutónleika heima í sumar.“Jökull Júlíusson söngvari og annar gítarleikara Kaleo.Mynd/Jónatan GrétarssonJacquire King hefur unnið með nöfnum á borð við:Kings of LeonNorah JonesBuddy GuyOf Monsters and MenDawesTom WaitsPunch BrothersModest MouseJames BayEditorsGrammy-verðlaun Jacquire King2010 - Lag ársins. Lagið Use Somebody í flutningi hljómsveitarinnar Kings Of Leon.2003 - Blúsplata ársins. Platan Blues Singer með blúsaranum Buddy Guy.1999 - Samtíma-folk plata ársins. Platan Mule Variations með tónlistarmanninum Tom Waits.Þekkt nöfn sem unnið hafa í Black Bird Studios:Kings of LeonJustin BieberRed Hot Chili PeppersTaylor SwiftBruce SpringsteenMaroon 5Black Eyed PeasBon JoviMiley CyrusLionel Richie Grammy Justin Bieber á Íslandi Kaleo Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur að undanförnu unnið að nýrri plötu, sem er jafnframt fyrsta plata sveitarinnar eftir að hún skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. Það er sannkallaður þungavigtarmaður sem stýrir upptökum á plötunni en sá heitir Jacquire King og hefur hann unnið með nöfnum á borð við Kings of Leon, Tom Waits, James Bay, Modest Mouse, Buddy Guy, Norah Jones og Of Monsters and Men. „Við erum hæstánægðir með það samstarf, það eru toppmenn í öllum stöðum með okkur. Það eru algjör forréttindi að vinna með Jacquire King,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo, um samstarfið. Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur meira og minna haldið sig í Bandaríkjunum síðastliðið ár. Um þessar mundir er slétt ár síðan sveitin skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. „Þetta er svo sannarlega langþráð frí, þetta er líka í fyrsta sinn sem við erum ekkert að spila þegar við komum heim,“ segir Jökull alsæll á Íslandi. Sveitin hefur gert út frá Austin í Texas undanfarið ár en hefur einnig mikið verið í Nashville. Þeir félagar halda aftur utan þann 3. janúar til að leggja lokahönd á plötuna. „Við erum að fara til Nashville þar sem við munum klára plötuna. Ég veit ekki alveg hvenær hún kemur út, það er eitthvað eftir en ef allt gengur eftir kemur hún vonandi út snemma á næsta ári eða í vor,“ segir Jökull spurður út í nýju plötuna. Á henni er að finna nýtt efni en þó er möguleiki á að nokkur lög af fyrri plötunni rati á nýju plötuna. „Þetta er náttúrulega fyrsta platan okkar úti þannig að ef til vill fara þrjú lög af gömlu plötunni á þá nýju en þetta verður samt mestmegnis nýtt efni.“ Platan er tekin upp í hinu víðfræga hljóðveri Blackbird Studio í Nashville en þar hafa ekki ómerkari nöfn heldur en Kings of Leon, Justin Bieber, Red Hot Chili Peppers, Taylor Swift og Bruce Springsteen unnið, svo nokkur séu nefnd. „Það er mikill heiður að fá að vinna í þessu frábæra stúdíói.“ Árið sem er að líða hefur verið ansi annasamt hjá Kaleo og hefur sveitin komið fram í yfir 40 fylkjum í Bandaríkjunum, spilað á yfir 150 tónleikum og farið ansi víða. Árið 2016 virðist ekki ætla að verða rólegra. „Það er nóg framundan, næsta ár verður vonandi viðburðaríkt eins og þetta ár var. Það er auðvitað ný plata og við erum að fara að fylgja henni eftir. Við förum á headline-túr í febrúar, förum til Ástralíu í mars og svo erum við bókaðir á nokkur festivöl. Við erum nokkurn veginn bókaðir langt fram á næsta ár,“ útskýrir Jökull. Hann segist þó vonast til þess að þeir félagar geti komið heim í sumar og haldið útgáfutónleika á Íslandi. „Það væri frábært að geta tekið útgáfutónleika heima í sumar.“Jökull Júlíusson söngvari og annar gítarleikara Kaleo.Mynd/Jónatan GrétarssonJacquire King hefur unnið með nöfnum á borð við:Kings of LeonNorah JonesBuddy GuyOf Monsters and MenDawesTom WaitsPunch BrothersModest MouseJames BayEditorsGrammy-verðlaun Jacquire King2010 - Lag ársins. Lagið Use Somebody í flutningi hljómsveitarinnar Kings Of Leon.2003 - Blúsplata ársins. Platan Blues Singer með blúsaranum Buddy Guy.1999 - Samtíma-folk plata ársins. Platan Mule Variations með tónlistarmanninum Tom Waits.Þekkt nöfn sem unnið hafa í Black Bird Studios:Kings of LeonJustin BieberRed Hot Chili PeppersTaylor SwiftBruce SpringsteenMaroon 5Black Eyed PeasBon JoviMiley CyrusLionel Richie
Grammy Justin Bieber á Íslandi Kaleo Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira